Mildur hryggur - enn á ný

Enn tekur mildur háloftahæðarhryggur völdin hér við land eins og gerst hefur aftur og aftur síðustu 3 vikur. Þótt hver um sig lifi ekki lengi halda þeir kuldanum frá landinu. Kortið gildir á hádegi á þriðjudag, 11. desember.

w-blogg111212

Hér má sjá megnið af norðurhveli jarðar norðan við hvarfbaug. Ísland er rétt neðan við miðja mynd. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, þar sem þær eru þéttar er vindur mikill. Lituð svæði gefa þykktina til kynna. Mörkin á milli grænna og blárra lita eru við þykktina 5280 metra. Allt grænt telst frekar hlýtt á þessum árstíma.

Rauða þykka strikalínan er lögð ofan í hryggjarmiðju og liggur yfir Ísland. Lægðin suður af Grænlandi endurnýjast á næstu dögum með tilleggi úr bylgjunni sem á kortinu er nærri Nýfundnalandi. Þá slitnar hryggurinn okkar enn í sundur og myndar létta fyrirstöðu við Norðaustur-Grænland - á hagstæðum stað fyrir okkur.

Önnur fyrirstaða er talsvert austar og nær rauða strikalínan þangað. Sú verður næstu daga styrkt af hæð sem nú gengur til norðurs yfir Rússlandi. Sameiginlega verður til eins konar veggur gegn ásókn aðalkuldans - en hann lætur ófriðlega á mjög stóru svæði frá Kanada norður til póls og þaðan til Síberíu.

Ef vel er að gáð má sjá nokkar smálægðir og lægðardrög yfir Vestur-Evrópu og Skandinavíu. Sú súpa fer í kringum sjálfa sig - en mun sennilega senda anga hingað til lands þegar kemur fram yfir miðja viku. Það er þó ekki mjög til spillis - þó loftið sé nokkuð kalt þar sem það er nú hlýnar það fljótt yfir sjónum austan og suðaustan við land stefni það hingað.

Veikar fyrirstöður á heimskautaslóðum eru oft þaulsetnar - eins og við höfum nú séð að undanförnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 1516
  • Frá upphafi: 2348761

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1322
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband