Af 100 hPa-fletinum

Hundrað hPa-flöturinn - hvernig er þetta? Er hann nú líka til? Ritstjóri hungurdiska hefur lengi ætlað sér að fara skipulega í gegnum háloftafletina lið fyrir lið og hvaða sérstakt gagn má hafa af kortum sem sýna aðskiljanlegt ástand í þeim. - En hann skortir enn snerpu til að ganga í málið í eitt skipti fyrir öll. Æ. En í dag er enn einum fletinum laumað í safnið og er hann kenndur við 100 hPa-þrýsting en það er um það bil tíundihluti þrýstings við sjávarmál.

Þetta er reyndar hálfafskiptur flötur sem veðurfræðingar hafa flestir ekki mikinn áhuga á. Lesendur (nördin) ættu því að smjatta aðeins á kortinu hér að neðan - afskaplega sjaldséður gripur - meira að segja á veraldarvefnum öllum. Flöturinn er nú í um 15,5 km hæð yfir landinu. Hann hallast í átt að hitabeltinu eins og flestir fletir á þessum tíma árs. Þessi hæð er vel ofan veðrahvarfa hér norðurfrá - en rétt í þeim þar sem þau eru hæst í hitabeltinu.

Þótt langflestir veðurfræðingar skeyti lítt um flötinn er hann samt í gjörgæslu hjá þeim sem reyna að skilja hvað það er sem er á seyði í veðrahvörfum hitabeltisins. Þar eiga sér stað ferli sem illa hefur gengið að taka föstum tökum - en skipta mjög miklu máli í heildarbókhaldi lofthjúpsins - bæði hvað varðar gang veðurkerfa frá degi til dags eða viku til viku í hitabeltinu - en líka í veðurfarslegu samhengi til lengri tíma. Þeir sem nú fyllast forvitni ættu að spyrja frú gúgl um orðasambandið "tropical tropopause layer" eða TTL og reyna að ná áttum í þeirri hrúgu greina og skýringarmynda sem þá birtast.

En hvað um það - 100 hPa-kort eru sjaldséð. Kemur nú kort dagsins en það er eins og flest önnur sem sjást hér á hungurdiskum úr smiðju Bolla Pálmasonar korta- og myndagerðameistara á Veðurstofunni - takk fyrir það Bolli:

w-blogg171112

Ísland er til hægri rétt ofan við miðja mynd sem nær suður til Spánar og langleiðina norður yfir Grænland. Jafnhæðarlínur eru svartar og heildregnar og tölur sem við þær standa sýna að vanda dekametra (1 dam = 10 metrar). Kortið verður mun skýrara við hefðbundna tvöfalda smellastækkun. Vindhraði og vindátt er sýnd með venjulegum vindörvum en hiti í litum.

Frostið á dökka, gulbrúna svæðinu fyrir miðri mynd er á bilinu -48 til -52 stig. Talsverður hæðarbratti er í fletinum, frá um 15,2 km nyrst og upp í 16,4 km syðst. Hitadreifingin má vekja sérstaka athygli, hlýjast er á belti á miðju korti en kaldara bæði norðan og sunnan við. Það eru væntanlega nokkrir samverkandi þættir sem valda þessu. en líklega stafar "hár" hiti af niðurstreymi í tengslum við heimskautaröstina sem ólmast austur um Atlantshafið í veðrahvarfahæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Endilega að velta upp sem flestum fletum á öllum flötum fyrir nördana! Ótalmargt er það á þínu bloggi, bæði almenn eðlis, en ekki síst fyrir Ísland, sem ALDREI ÁÐUR hefur verið skrifað um fyrir almenning á Íslandi.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.11.2012 kl. 11:59

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flestum flötum en ekki fletum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.11.2012 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 112
  • Sl. sólarhring: 243
  • Sl. viku: 2354
  • Frá upphafi: 2348581

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 2062
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband