Nokkur orð um Reykjavíkurhitasóttina illræmdu

Vonandi fjalla hungurdiskar á næstu mánuðum um Reykjavíkurhitasóttina svokölluðu - hún er e.t.v. ekki af alveg sama stofni og hænsnaveikin sem var alveg áreiðanleg - en einkennin eru svipuð. Einkennum þeirrar fyrrnefndu er best lýst í langri grein sem Ernest Hovmöller, veðurfræðingurinn heimskunni, ritaði 1960 og þróunaraðstoð Sameinuðu þjóðanna gaf út - íslenska ríkið ... (jæja).  Hænsnaveikinni er sem kunnugt er lýst í sögu H.C. Andersen.

Svo virðist sem áhugamenn um eðli sóttarinnar beri það ekki við að lesa Hovmöller - það er alveg áreiðanlegt. Auðvitað er hún afspyrnuleiðinleg fyrir óinnvígða - þótt skýr og vel skrifuð sé. Þess í stað keppast menn við að éta upp erlendar flugufréttir - sem magnast í hverri umferð eins og sagan um hænsnadauðann í sögunni góðu. Að vísu fuku í raun og veru nokkrar fjaðrir á erlendu stórbúi - en að öll egg frá búinu séu þar með orðin eitruð er orðum aukið - svo ekki sé meira sagt.

En - lýsing heilkenna sóttarinnar er bæði löng og leiðinleg. Reynslan sýnir að allir nema þeir þrekmestu gefast upp á þulunni strax í upphafi. Hungurdiskar munu því vægja lesendum við smáatriðum. En - því miður eru þessi smáatriði aðalatriði málsins.

Hvað er þá til ráða? Lesendur verða að virða ritstjóranum það til betri vegar að geta ekki hrist skýringar fram í svo stuttu máli að læsilegt verði í einni bloggsetu. Hann ætlar t.d. helst ekki að endurskrifa hina ágætu grein Hovmöllers. Hún fjallar m.a. um það vandamál að skilgreina meðalhita og hvernig subbuskapur í umgengni við slíkar skilgreiningar getur, ef ekki er varlega farið, endað á versta veg - eins og við höfum orðið vitni að.

En hungurdiskar hafa stofnað útibú á fatlaensku (icelandweather blog) til að sýna fram á leiðindi málsins í raun. Þar er hins vegar aðeins einn erfiður pistill sem stendur og þýðir ekkert að búast við nýjum nema rétt af og til. En þeir sem eru innvígðir í æstu bræðrareglu veðurnörda kunna bakvið enskufroðuna að sjá glitta í hinn hreina platónska meðaltalsreikning (ja hérna vitleysan). Já, hér er ekki tengill á bræðrabloggið - hungurdiskar kannast ekki enn við króann. Kannski að Gúggli þekki hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þakkir fyrir tenginguna í grein Hovmöller Trausti. H. setur fram ítarlegar tillögur um úrbætur hjá Veðurstofunni (1960!) í 18 töluliðum. Veist þú til að eitthvað, og þá hvaða, tillit hafi verið tekið til tillagna H.?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 11:24

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jaá, málið er þá sprningin hvernig meðalhiti er fundinn út eftir á. Varðandi Ísland getur það verið erfitt þó byggt sé á mælingum. Vegna þess að lengi vel voru fáar stöðvar, fáar mælingar og búnaður sennilega allur fátæklegur og ófullkominn. Ennfremur breitist veður á Íslandi ákaflega hratt og mikill munur getur verið á veðri, þ.m.t. hitastigi, milli svæða jafnvel þó stutt sé á milli þeirra.

þessvegna er mikil fræðigrein og formúlusmíði, að áætla raunverulegan meðalhita á Íslandi aftur í tímann.

Og þar af leiðandi er svokölluð ,,leiðrétting NASA", sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga, á hitatölum í Reykjavík í byrjun og frameftir 20.öld, sennilega réttmæt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.2.2012 kl. 12:27

3 identicon

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.2.2012 kl. 12:27: Er nú enn einn kolamolinn kominn upp á dekk? Íslenskir kolefnistrúboðar hafa átt andvökunætur undanfarið til að reyna að ljúga sig út úr enn einu NASA-klúðrinu.

Sjálfur hefur Trausti gefið það út að það sé "klaufaskapur"(!) hjá NASA að birta þessa millireikninga sína. Hann hefur að eigin sögn sent NASA leiðréttingu á gögnunum, en hann veit ekki hvenær búið verður að leiðrétta þau(!) Trausti telur víst að "mannekla" (les:tölvuvæðing) hjá NASA gæti skýrt þessa skekkju(!)

Sjálfur aðfangadagsspámaður Veðurstofunnar, Einar Sveinbjörnsson, er að eigin sögn "agndofa yfir því hvernig virt bandarísk vísindastofnun hefur verið að leiðrétta eftir sínu höfði mæliröð hita héðan frá Íslandi á síðustu öld. Hann skefur ekki utan af því þegar hann fullyrðir að "allur hræringur eins og þessi dregur úr trúverðugleika þessara tilbúna hnattrænu hitaraða sem menn hafa keppst við að reikna áratugi og aldir aftur í tímann fyrir jörðina alla.  Mælingarnar sjálfar ljúga ekki og alls ekki þær sem gerðar hafa verið lengi með svipuðum aðferðum á sama stað."

Nú virðist Trausti hins vegar vera hrokkinn í þann gírinn að leita í ævintýri H.C. Andersen (les: E. Hovmöller) eftir fjöðrunum sem urðu að Veðurstofu Íslands.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 14:22

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Adjusted tölurnar eða ferlarnir eru fengnir úr nýlega uppfærðum prógrömmum sem taka tillit til fræða þeirra Menne og Williams eins og bent er á hér:

http://moyhu.blogspot.com/2012/01/reykjavik-and-ghcn-adjustments.html

Og notaðir eru pairwise algorithm.

Eg mundi alveg ætla að það gæti verið eitthvað til í þessum leiðréttingum.

Eins og áður er sagt er um að ræða nýja uppfærslu V3.1 sem var bara verið að taka í notkun.

þetta mál er allt hið merkilegasta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.2.2012 kl. 14:39

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. áður var notast við V2 útfærsluna og þar eru ekki eins mikar leiðréttingar.

þetta er merkilegt sko. Afar merkilegt. það er ekki hægt að útiloka einhverja skekkju hjá þeim samt. En GHCN er víst afar tregt til að gefa upplýsingar um kerfið eða grunninn sem þeir nota - að sögn svokallaðra Global Warming skeptíkera. En þetta kerfi hjá GHCN er talið það fullkomnasta í heimi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.2.2012 kl. 14:48

6 Smámynd: Trausti Jónsson

Hilmar: Tillögum Hovmöllers var fylgt í varðandi meðaltalareikningana og flestu öðru sem hann nefnir þokaði áleiðis. Meira að segja var byggt nýtt hús - þó ekki hafi verið flutt í það fyrr en 15 árum eftir að hann var hér.

Trausti Jónsson, 5.2.2012 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 1798
  • Frá upphafi: 2348676

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1576
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband