Heldur kuldinn áfram?

Óvenju kalt er nú (miđvikudagskvöldiđ 30. nóvember) víđa um land. Ţegar betur er ađ gáđ kemur í ljós ađ óvenjulegheitin eru bundin viđ frekar ţunnt lag af lofti. Ţannig hefur nú síđdegis veriđ hlýrra í Bláfjöllum heldur en niđri í Reykjavík og frostiđ á Skálafelli er „ađeins“ -11 stig - en meir en -20 á Ţingvöllum ţegar ţetta er skrifađ (milli kl. 23 og 24). Ekki er sérlega kalt á annesjum vestanlands og frostlaust er undir Eyjafjöllum.

Kalda loftiđ sem streymdi til landsins í gćr hefur sums stađar fengiđ friđ til ađ kólna enn frekar í heiđskíru og hćgu veđri. Í nótt og í fyrramáliđ fer vind ađ hreyfa og jafnvel blćs hann ţá af hafi. Međ meiri vindi og hafátt hlýnar umtalsvert - ţótt hláku sé varla ađ vćnta.

Frostiđ á Ţingvöllum í kvöld er mjög óvenjulegt, komst niđur í -21,6 stig milli kl. 22 og 23 - og enn hefur vind ekki hreyft. Ţetta er mesta frost sem vitađ er um í nóvember á Ţingvöllum - eđa er enn nóvember? Mönnuđ stöđ á Ţingvöllum hefđi ekki fengiđ viđurkennt met sem sett er eftir kl. 18 síđasta dag mánađarins. Ađeins er lesiđ af lágmarks- og hámarkshitamćlum tvisvar á sólarhring og reglan er sú ađ tala á mćli telst ćtíđ til ţess dags sem hún er lesin.

Sjálfvirkar stöđvar bóka hita hins vegar miklu oftar. Mánuđinum á sjálfvirku stöđinni á Ţingvöllum lýkur ekki fyrr en međ athugun kl. 24:00. Mest frost í nóvember á Ţingvöllum til ţessa eru -19,5 stig, 18. nóvember 2006. Mannađa stöđin sá mest jafnlága tölu ţann 23. áriđ 1963. Margir muna daginn áđur.

Ógrynni dćgurmeta einstakra stöđva hefur veriđ sleginn í ţessum mánuđi. Fyrst hrúguđust hitametin upp og nú síđustu daga kuldametin. Flest ţessara meta eru marklítil vegna ţess hversu stutt stöđvarnar hafa athugađ. En dćgurmet fyrir landiđ allt eru merkilegri. Svo virđist sem tvö dćgurhámarksmet hafi veriđ slegin í mánuđinum. Ţau komu bćđi úr fórum sjálfvirku veđurstöđvarinnar á Skjaldţingsstöđum í Vopnafirđi. Hún hafđi veriđ sambandslaus um hríđ en átti samt góđan slatta af veđurathugunum á lager. Ţćr komu í hús ţegar sambandi var komiđ á.

Milli kl. 3 og 4 ađfaranótt ţess 8. fór hiti á stöđinni í 21,0 stig - ţađ er landsmet fyrir daginn ţann og međal hćstu hámarka í nóvember. Mannađa stöđin sýndi á sama tíma 20,5 stig - líka met. Var gott ađ stöđvunum ber saman um ţennan háa hita. Nýja metiđ er 2 stigum hćrra heldur en ţađ gamla. Hitt dćgurmetiđ frá Skjaldţingsstöđum er 17,9 stig sett ţann 15. Ţađ er 2,7 stigum hćrra heldur en eldra met ţessa dags en ţađ var sett í Hólum í Hornafirđi 1956.

Kuldinn í kvöld á Ţingvöllum og í dag í Svartárkoti er landsdćgurmet 30. nóvember seinni áratuga (en langt frá nóvemberkuldameti Mývatns sem er -30,4 stig). En 30. nóvember 1893 fór frostiđ í Möđrudal niđur í -25,7 stig. Sami dagur á lćsta hita í nóvember í Reykjavík, -16,7 stig.

En heldur kuldinn áfram?

Ţegar vind hreyfir dregur úr mesta frostinu. Ţá blandast ískalt landloftiđ íviđ hlýrra lofti ofan viđ. Ţađ tekur sennilega lengstan tíma norđaustanlands. Lćgđardrag morgundagsins og lćgđin sem fer hér hjá á föstudag sjá um vindinn í hrćruna. En síđan virđist stađan nćrri ţví lćst í eina viku - ef trúa má spám. Ţađ kólnar aftur ţegar vind hćgir og aftur léttir til. Viđ getum vonandi litiđ betur á ţessa stöđu einhvern nćstu daga - ef spár reynast hafa rétt fyrir sér međ ţetta. Lćgsta ţykkt sem ég hef enn séđ í spám fyrir nćstu daga er 5020 metrar - á mánudaginn 5. desember.

Lćgđir fara ţá til austurs fyrir sunnan land og viđ sitjum í köldu heimskautalofti međ éljabakka allt um kring. Ţessi ákveđna stađa er mjög óţćgileg fyrir norđvestanvert meginland Evrópu. Ţađ situr framan viđ gríđarmikla háloftaröst ţar sem óráđnar lćgđabylgjur ćđa til austurs - hótandi illum verkum - en gera ekki endilega neitt úr ţeim. Á morgun fá Sogn og firđafylki og Sunnmćri í Noregi yfir sig enn eina gusuna og lćgđin sem hér fer hjá á föstudaginn er ekki búin ađ taka nákvćmt miđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

.......já , ţetta var  óvenju öfgafullur nóvember,  svo vćgt sé til orđa tekiđ ,

spurningin dagsins  er hversu norđarlega/ sunnarlega  föstudagslćgđin fer og

síđan hversu ţrálát ţessi kalda röst austur um allt Atlantshaf ćtlar ađ verđa.

 Og svo líka hvort " Azoreyjahćđin" muni fćra sig um set og líka sú sem

kennd er viđ Grćnland.

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráđ) 1.12.2011 kl. 09:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 1759
  • Frá upphafi: 2348637

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1540
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband