Einn af þessum fallegu

Nú nálgast fallegur kuldapollur úr vestri. Á undan honum er ákveðin sunnanátt með úrhellisrigningu víða um landið sunnan- og vestanvert. Kortið hér að neðan gildir kl.15 síðdegis á föstudag (9.júní). Þá er mesta vatnsveðrið gengið hjá - og vind sömuleiðis tekið að lægja í mannheimum - þó enn blási mjög í uppheimum.

w-blogg070623a

Mjög kalt er í miðju kerfinu, -36 stig í 500 hPa ( rúmlega 5 km hæð. Hér er hiti yfir landinu hins vegar nær meðallagi. Neðar eru hitavik ekki alveg jafnstór, en þó nægileg til þess að líklega snjóar í hæstu fjöll þegar mesti kuldinn fer framhjá á aðfaranótt laugardagsins - alla vega á Vestfjörðum. 

Þetta gerist allt til þess að gera hratt. Mun hlýrra loft kemur síðan í kjölfarið og spár gera ráð fyrir meir en 20 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi eftir helgi og hvíslað er um enn hærri hita þar síðar. Heldur svalt verður hins vegar á Suðvesturlandi, köld helgi alla vega og þótt spár segi næstu viku töluvert hlýrri er enn gert ráð fyrir suðlægum áttum, skýjum og úrkomu eins langt og séð verður. Stöku spáruna segir vindáttir þó verða austlægari þegar á líður - en varlegt er að trúa slíkum gylliboðum, þau hafa svo oft brugðist upp á síðkastið. 


Bloggfærslur 7. júní 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 2348630

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1533
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband