Lítilsháttar af júní - (og litiđ á vestanáttarstöđuna)

Eins og fram kom í yfirliti Veđurstofunnar var nýliđinn júní nokkuđ úrkomusamur um landiđ vestan- og suđvestanvert. Hiti var ofan međallags á Suđausturlandi og á sunnanverđum Austfjörđum, en heldur svalt var á Norđvesturlandi. Ţetta kemur heim og saman viđ međalstöđuna í háloftunum í mánuđinum. 

w-blogg070722aa

Jafnhćđarlínur eru heildregnar og má af ţeim ráđa međalvindátt og styrk. Daufar strikalínur sýna ţykktina, en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Litir sýna vik ţykktarinnar frá međallagi áranna 1981-2010. Hiti er ofan međallags á mestöllu kortinu, en allkaldur blettur yfir Grćnlandi. Sveigjan á jafnhćđarlínunum er međ krappara móti - og nákvćmlega ţessi stađa ekki algeng í júní. Sé leitađ, er ţađ einna helst júní 2006 sem hefur svipađ yfirbragđ (sjá kortiđ hér ađ neđan). 

w-blogg070722a

Háloftavindur var ţó íviđ eindregnari ţá. Í umsögn um mánuđinn segir: „Úrkomu- og umhleypingasamt um landiđ sunnanvert, en hagstćđara norđan- og austanlands“. Mikil hvassviđratíđ var framan af júlí og er ritstjóra hungurdiska minnisstćđ. Hann taldi mjög líklegt ađ sama tíđ myndi haldast út sumariđ og ţar međ yrđi ţetta fyrsta rigningasumar um nokkurra ára skeiđ - en svo varđ ekki. Veđriđ kemur alltaf á óvart. 

Hér á hungurdiskum hefur nokkrum sinnum veriđ minnst á áberandi „vestanáttarýrđ“ í háloftum síđustu árin. Vart var viđ ţví ađ búast ađ slíkt héldi áfram um alla framtíđ og nú hefur orđiđ nokkur viđsnúningur - alla vega í bili.

w-blogg070722b

Hér má sjá 12-mánađakeđju sem nćr aftur til 1949. Mćlitalan á lóđrétta ásnum segir til um styrk vestanáttarinnar, međaltaliđ um 24 einingar. Svo virđist sem styrkurinn vaxi og minnki á víxl án ţess ađ um nokkra sýnilega reglu sé ađ rćđa. Ţó má sjá áberandi dćld í ritinu síđustu 15 árin (eđa svo) - ţar til nú síđasta áriđ. Styrkurinn um ţessar mundir er hćrri en hann hefur veriđ frá 2006, ţá var hann ámóta og nú og fara ţarf um 30 ár aftur í tímann til ađ finna hćrri tölur. Mikiđ lágmark var áriđ 1960 og var ţađ ekki slegiđ út fyrr en áriđ 2016. 

Ekki er sterkt samband á milli vestanáttarstyrksins og hita hér á landi, ţó marktćkt ţannig ađ ţegar vestanáttin er sterk er ađ jafnađi kaldara en ţegar hún er veik. Má giska á ađ hinn mikli styrkur vestanáttarinnar nú „hafi lćkkađ“ ársmeđalhitann um 0,3 - miđađ viđ međalstyrk. Styrkur sunnanáttarinnar í háloftunum hefur meiri áhrif á hitafar. Áhrif á ársmeđalúrkomu eru ekki veruleg (sunnanáttin rćđur mun meiru), en ţó er ţađ ţannig ađ slakni verulega á vestanáttinni eykst úrkoma austanlands töluvert. 

Í ţeim árum sem vestanáttin er sterk er veđurlag ađ öđru jöfnu umhleypinga- og illviđrasamara heldur en ţegar hún er slök. Viđ fengum ađ finna fyrir ţví í vetur. Oft er reynt ađ „skýra“ ţessa sveiflukenndu hegđan međ ţví ađ kalla hana eitthvađ, til dćmis NAO  (North Atlantic Oscillation) eđa AO (Artic Oscillation) - eđa leita tengsla viđ einhver fjarhrif úr hitabeltinu eđa heiđhvolfinu. Međ ţessum nafngiftum erum viđ litlu nćr svo lengi sem ekki er hćgt ađ sjá raunveruleg eđlisfrćđileg tengsl - frekar en ţau tölfrćđilegu (sem viđ ţó notum til ađ leita ađ einhverju feitara). Ritstjóri hungurdiska hefur skrifađ drjúgt um ţessi mál á ţessum vettvangi (og öđrum) í gegnum árin - en ćtlast ekki til ţess ađ lesendur elti ţađ allt uppi - og sömuleiđis ólíklegt ađ hann hafi ţrek í ađ taka ţađ saman enn og aftur. Styttist í ađ hungurdiskar fyllist - enda fariđ ađ slá í sumar krćsingarnar. 

Ritstjórinn fylgist hins vegar međ stöđunni svo lengi sem hann framast getur. 

Viđ ţökkum Bolla P. fyrir kortavinnuna. 


Bloggfćrslur 7. júlí 2022

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 1673
  • Frá upphafi: 2349633

Annađ

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 1515
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband