Fyrstu 20 dagar júlímánaðar

Meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar er 10,6 stig í Reykjavík. Það er -0,8 stigum neðan meðallags sömu daga áranna 1991-2020 og -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 19. hlýjasta sæti aldarinnar (af 22) - eða fjórðalægsta kjósi menn fremur að orða það þannig. Hlýjastir voru þessir sömu dagar 2009, meðalhiti þá 13,5 stig, en kaldastir 2018, meðalhiti 9,9 stig. Á langa listanum er hiti nú í 91. sæti (af 150). Hlýjast var 2009, en kaldast 1885, meðalhiti þá 8,2 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 júlídagana 11,2 stig, er það +0,4 stigum ofan meðallags 1991 til 2020, en -0,1 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Sem fyrr er að tiltölu kaldast við Faxaflóa. Þar raðast hitinn í 16. sæti aldarinnar. Hlýjast er sem fyrr á Suðausturlandi, þar er hiti í 6. hlýjasta sæti.
 
Á einstökum stöðvum er neikvæða vikið mest í Bláfjallaskála, -1,3 stig, en jákvætt vik er mest í Kvískerjum +0,7 stig.
 
Úrkoma hefur mælst 26,8 mm í Reykjavík og er það um 20 prósent minna en að meðallagi sömu almanaksdaga. Á Akureyri hefur úrkoma mælst 42,4 mm, hátt í tvöfalt meðallag.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 108,4 í Reykjavík, 11,6 stundum færri en í meðalári. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 114,1 og er það 17 stundum umfram meðallag.

Bloggfærslur 21. júlí 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 302
  • Sl. sólarhring: 449
  • Sl. viku: 1618
  • Frá upphafi: 2350087

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 1474
  • Gestir í dag: 267
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband