Sumarmisserið 2022

Um leið og ritstjóri hungurdiska þakkar lesendum fyrir liðið sumar og óskar þeim farsæls vetrarmisseris lítum við lauslega á hitafar sumarmisseris íslenska tímatalsins - eins og við höfum oft gert áður.

Sumarmisserið stendur frá og með sumardeginum fyrsta fram að fyrsta vetrardegi. 

w-blogg221021a

Myndin sýnir sumarhita í Stykkishólmi frá 1846 til 2022 (eitt sumar, 1919, vantar í röðina). Það sumarmisseri sem nú er að líða var hlýtt (já), sé litið til langs tíma, en er hiti þess var nærri meðallagi á þessari öld í Stykkishólmi. Ekkert sumar á árunum 1961 til 1995 var hlýrra en þetta - og aðeins þrjú mega heita jafnhlý (1961, 1976 og 1980). Reiknuð leitni sýnir um 0,7 stiga hlýnun á öld - að jafnaði - en segir auðvitað ekkert um framtíðina frekar en venjulega.

Hitinn í Stykkishólmi var í sumar ekki fjarri meðallagi landsins. Ólíkt því sem var í fyrra var nú fremur lítill munur á hitavikum í einstökum landshlutum.

w-blogg221022b 

Þó fellur hiti sumarmisserisins í hlýjasta þriðjung dreifingar á öldinni á einu spásvæði, Suðausturlandi, þar sem hiti þess raðast í 6. sæti - eins og sjá má í töflunni. Röðin nær til þessarar aldar (22 sumarmisseri), en vikin reiknast miðað við síðustu tíu ár. Vonandi er rétt reiknað.

Að tiltölu var kaldast á Norðurlandi eystra. Þar raðast hitinn í 13. sæti aldarinnar, en við sjáum að engin hitavik eru stór. 


Bloggfærslur 22. október 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 1758
  • Frá upphafi: 2348636

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1539
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband