Fyrstu 20 dagar októbermánaðar

Meðalhiti fyrstu 20 daga októbermánaðar er +4,9 stig í Reykjavík, -0,7 stigum neðan meðallags sömu daga 1991-2020 og -1,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 18.hlýjasta sæti (af 22 á öldinni). Þessir sömu dagar voru hlýjastir árið 2016, meðalhiti þá +9,1 stig, en kaldastir voru þeir 2008, meðalhiti +4,2 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 84. sæti (af 149). Hlýjast var 1959, meðalhiti +9,5 stig, en kaldast var 1981, meðalhiti -0,3 stig (og næstkaldast árið áður, 1980, +1,1 stig).
 
Á Akureyri er meðalhiti nú +3,8 stig, -0,5 stigum neðan meðallags 1991-2020 og -1,0 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Ekki er mikill munur á vikum í einstökum landshlutum, einna hlýjast að tiltölu á Austfjörðum þar sem hitinn raðast í 13.hlýjasta sæti, en annars í 14. til 17. í öðrum landshlutum.
 
Á einstökum veðurstöðvum hefur að tiltölu verið hlýjast í Kvískerjum í Öræfum. Þar er hiti í meðallagi síðustu tíu ára. Kaldast (að tiltölu) hefur verið í Bláfjallaskála. Þar er hiti -1,9 stig neðan meðallags.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 65,7 mm og er það í rétt rúmu meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 138,1 mm. Hefur aldrei mælst jafnmikil sömu daga, meir en þreföld meðalúrkoma.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 67 í Reykjavík, í rétt rúmu meðallagi. Á Akureyri hefur frést af 45,5 stundum og er það líka í rúmu meðallagi.
 
Þótt mánuðurinn hafi ekki verið illviðralaus er tilfinningin samt sú að fremur vel hafi farið með veður lengst af - sérstaklega um landið sunnan- og vestanvert, en úrkoma norðanlands aftur á móti með allra mesta móti. Það á ekki aðeins við Eyjafjörð, heldur einnig Húnavatnssýslur og Skagafjörð.

Bloggfærslur 21. október 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 1656
  • Frá upphafi: 2350283

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 1501
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband