Fyrri hluti október

Meðalhiti fyrri hluta októbermánaðar er 5,3 stig í Reykjavík. Það er -0.7 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -1,0 stigi neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í 17. hlýjasta sæti (af 22) á öldinni. Hlýjastir voru þessir dagar 2010, meðalhiti þá 9,5 stig, en kaldastir voru þeir árið 2005, meðalhiti +3,8 stig. Á langa listanum er hitinn í 81. sæti (af 149). Hlýjast var 1959, meðalhiti 10,2 stig, en kaldast árið 1981, meðalhiti -0.7 stig - mikill munur þar á.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta október 4,3 stig, -0,5 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -0,9 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Hitavik eru svipuð um meginhluta landsins. Á Austfjörðum og Suðausturlandi raðast hitinn í 14.hlýjasta sæti aldarinnar, en í öðrum landshlutum í 15. til 17. sæti.
 
Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á einum stað á landinu, Kvískerjum í Öræfum þar sem hann er +0,2 stig ofan meðallagins. Kaldast að tiltölu hefur verið í Flatey á Skjálfanda og á Siglufjarðarvegi, þar er hiti -1,9 stig neðan meðallags.
 
Það hefur verið úrkomusamt. Í Reykjavík hafa mælst 63,8 mm, um þriðjung umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 124,8 mm og er það meir en þreföld meðalúrkoma og hefur aldrei mælst jafnmikil eða meiri þessa sömu daga.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 56,6 í Reykjavík það sem af er mánuði og er það um 10 stundum umfram meðallag. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 26,7 og er það í meðallagi að heita má.
 
Loftþrýstingur hefur verið lágur, hefur aðeins 10 sinnum verið lægri sömu daga síðustu 200 ár, síðast 2001.
 

Bloggfærslur 16. október 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 330
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 1904
  • Frá upphafi: 2350531

Annað

  • Innlit í dag: 249
  • Innlit sl. viku: 1698
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband