Met (eða þannig?)

Í gær (4.maí) fór lágmarkshiti á Dyngjujökli niður í -24,5°C - og svo niður í -24,0°C síðastliðna nótt (5.maí). Þetta er lægsti hiti sem mælst hefur hér á landi í maímánuði. Við vitum þó ekki hvernig staðan er á stöðinni, t.d. er hæð mælisins yfir yfirborði jökulsins ekki þekkt - sé hún teljandi minni en 2 metrar afskrifast talan um leið sem met. 

Stöðin er sem kunnugt er í um 1690 metra hæð, langhæst veðurstöðva hér á landi. Lágmarksmet munu falla þar ótt og títt næstu árin (verði stöðin starfrækt áfram) - nú þegar á hún lægsta hita í öllum mánuðum frá því í maí og fram í september - en ekki yfir veturinn - líklega tekur lengri tíma að hirða þau met líka - en það mun samt gerast starfi stöðin í áratugi. Að sumarlagi hefur hún það „fram yfir“ aðrar stöðvar að yfirborðshiti jökulsins er aldrei hærri en 0°C. Að vetrarlagi er þessi forgjöf ekki til staðar - þá er samkeppni við aðrar stöðvar flóknari og þarf sérstakar og sjaldgæfari aðstæður til.

Þó það sé að sjálfsögðu bæði gagnlegt og áhugavert að hafa veðurstöð svo hátt á jökli eru met þaðan ekki eins áhugaverð - til þess er forgjöfin of mikil. Þau verða það hins vegar um síðir sé stöðin starfrækt nægilega lengi - eða þá að aðrar stöðvar verða settar upp við svipaðar aðstæður.


Bloggfærslur 6. maí 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1503
  • Frá upphafi: 2348748

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1309
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband