Mars í háloftunum

Tíđ var hagstćđ í nýliđnum mars (eins og fram kemur í yfirliti Veđurstofunnar) og hiti vel yfir međallagi. Viđ lítum nú á hitavik í neđri hluta veđrahvolfs.

w-blogg050421a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, daufar strikalínur sýna međalţykkt, en litir ţykktarvik, miđađ viđ tímabiliđ 1981 til 2010. Eins og sjá má var hiti nćrri međallagi víđast hvar viđ norđanvert Atlantshaf - en nokkuđ ofan ţess viđ Ísland. Viđ Austurland er vikiđ mest um 65 metrar - ţađ segir okkur ađ hiti í neđri hluta veđrahvolfs hafi veriđ rúmum 3 stigum ofan međallags 1981 til 2010. Hér á landi er međaltaliđ 1981 til 2010 um -0,5 stigum lćgra heldur en nýja međaltaliđ 1991 til 2010 - og líklega á svipađ viđ um neđri hluta veđrahvolfs. 

Viđ ţökkum Bolla P. ađ vanda fyrir kortagerđina. 


Kaldur dagur

Páskadagur, 4.apríl, var kaldur í ár. Međalhiti í byggđum landsins var -6,8 stig, sá lćgsti sem viđ vitum um ţennan almanaksdag - viđ eigum međaltal aftur til 1949. Sami dagur í fyrra (2020) var líka kaldasti 4.apríl á sama tímabili, međalhiti ţá var -5,9 stig. Slatti af öđrum dögum hefur ţó veriđ kaldari í apríl heldur en ţessi - bara ekki hitt á ţann fjórđa. Kaldastur var 1.apríl 1968, međalhiti ţá var -12,7 stig og síđan koma 10.apríl 1963 međ -10,7 stig og 2.apríl 1953 međ -10,1 stig. 

Viđ eigum lengri rađir fyrir Reykjavík - ţar var međalhitinn sá fimmtilćgsti međal almanaksbrćđranna (4.apríl) - sá lćgsti síđan 1921. Á Akureyri var hitinn sá lćgsti 4.apríl síđan 1990. 

Lágmarkshiti dagsins var sá lćgsti á árinu (og vetrinum öllum) hingađ til á allmörgum veđurstöđvum. Ţađ er ekki sérlega algengt ađ kaldasti dagur vetrarins sé í apríl, en gerist ţó rétt endrum og sinnum. Um slíkt hefur veriđ lauslega fjallađ áđur á hungurdiskum - og fyrir hefur komiđ ađ apríl hefur veriđ kaldasti mánuđur ársins (1953).  

Viđbót:

Eins og nefnt er ađ ofan var međalhiti gćrdagsins í byggđum landsins -6,8 stig. Hann var ţó ekki kaldasti dagur ársins til ţessa ţví ţann 10.janúar var sólarhringsmeđalhitinn -7,4 stig. Viđ vitum ekki enn hver međalhiti dagsins í dag (5.apríl) verđur - og er enn rétt hugsanlegt ađ hann verđi ámóta kaldur. 

Ţađ rétt ber viđ ađ apríldagur er sá kaldasti á árinu (á landsvísu), viđ vitum alla vega af 2.apríl 1953 og 10.apríl 1963. Engir ađrir dagar ţeirra ára voru kaldari. Svipađ var međ 7.apríl áriđ 2005. Ţađ var kaldasti dagur ársins sé miđađ viđ mönnuđu stöđvarnar eingöngu, en hann var sá nćstkaldasti á sjálfvirku stöđvunum. 

Ţađ hefur gerst ađeins einu sinni í Reykjavík ađ apríldagur hefur veriđ sá kaldasti á árinu (sólarhringsmeđalhiti). Ţađ var 1953. Í Stykkishólmi gerđist ţetta 1901, 1914, 1925, 1953 og 1963. Viđ höfum upplýsingar frá Akureyri aftur til 1936. Ţar var 2.apríl 1953 kaldasti dagur ársins - eins og í Reykjavík og Stykkishólmi. Á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum vitum viđ um 4 tilvik eftir 1948, ţađ var 1953, 1963, 1968 og 2005.

Athugiđ ađ hér er miđađ viđ sólarhringsmeđalhita en ekki lágmarkshita - viđ athugum hann e.t.v. betur síđar. 


Bloggfćrslur 5. apríl 2021

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 69
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 1693
  • Frá upphafi: 2349653

Annađ

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1534
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband