Kuldapollurinn

Fyrir nokkrum dögum var hér fjallað um kuldapoll sem átti að koma til landsins úr norðri í dag. Segja má að spá evrópureiknimiðstöðvarinnar hafi gengið eftir að mestu. 

w-blogg281221a

Pollurinn er einmitt að fara suður yfir landið í dag. Heildregnar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins eins og reiknimiðstöðin gerir ráð fyrir að hún verði í dag kl.18. Litir sýna hita í sama fleti. Meir en -42 stiga frost er í um 5 km hæð rétt fyrir norðan land. Hlýr sjórinn hitar loftið að neðan og veldur uppstreymi og síðan úrkomumyndun. Mikið hefur snjóað sumstaðar á Norðurlandi í nótt og í dag. Vindörvar sýna vindátt og vindstyrk á hefðbundinn hátt.

Þessi kuldapollur fellur í þann flokk sem ritstjóri hungurdiska (en enginn annar) kallar þverskorinn.

w-blogg281221b

Þetta val á nafni má vel sjá á kortinu hér að ofan. Þar er hæð 500 hPa-flatarins táknuð í lit. Dekksti, blái liturinn er á því svæði þar sem flöturinn liggur lægst. Kortið gildir á sama tíma og kortið á ofan. Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting - jafnþrýstilínur. Þrýstilínurnar liggja þvert í gegnum kuldapollinn - sjá hann varla. Reynslan sýnir að þverskornir kuldapollar eru ætíð varasamir - á vetrum tengjast þeir hríðarveðrum og jafnvel snjóflóðum og margs konar leiðindum í veðri. Alla vega allaf rétt að fylgjast vel með þeim. 

Snjókoman á Norðurlandi undanfarinn sólarhring kemur því ekki á óvart og ekki heldur að varað skuli vera við snjóflóðum á Tröllaskaga - þó þetta ákveðna kerfi sé ekki mjög öflugt þannig séð. Svo vill einnig til að það lifir ekki mjög lengi - og getur (vegna annarra atburða) varla náð fullum þroska eða illindum.

En rétt er samt að hafa augun opin - það gæti t.d. snjóað víðar áður en kerfið er úr sögunni. 


Bloggfærslur 28. desember 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 507
  • Frá upphafi: 2343269

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband