Smávegis af desember

Norðaustan- og austanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Það sést vel á þrýsti- og þrýstivikakorti evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg040121a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, en vik sýnd með litum. Bláir litir sýna neikvæð vik - mikil yfir Bretlandseyjum, en þau rauðbrúnu eru jákvæð, allmikil yfir Grænlandi, norðaustanáttin mun stríðari heldur en að jafnaði. Uppi í miðju veðrahvolfi var hins vegar hálfgerð áttleysa, vestanáttin „brást“. 

Þetta hafði í för með sér eindregin úrkomuvik líka.

w-blogg040121b

Hér má líka sjá meðalþrýstinginn (heildregnar línur - en gisnar dregnar en á fyrra korti). Litirnir sýna úrkomuvik, sett fram í prósentum. Á Austfjörðum segir líkanið hana hafa verið meir fimmfalt meðallag - ekkert óskaplega fjarri lagi. Mesta úrkoma í einum punkti í líkaninu var um 490 mm - nokkru minni en mest var á veðurstöð (um 800 mm á Seyðisfirði og rúmlega 600 í Neskaupstað og á Hánefsstöðum í Seyðisfirði). Trúlega giskar nákvæmara líkan heldur betur á heildarúrkomuna heldur en líkan reiknimiðstöðvarinnar. [Þó það sé grófara en hin eru ekki mörg ár síðan ritstjóra hungurdiska hefði þótt upplausn þess hárnákvæm - en svona eru framfarirnar]. 

Það má finna slatta af desembermánuðum með ámóta stríða norðaustanátt - þarf ekki að leita lengra til baka en eitt ár til að finna svipað. Að þessu sinni var þó styttra í suðlægu áttirnar í háloftunum fyrir austan land heldur en oftast áður. Er þar trúlega að leita skýringar á úrkomuákefðinni nú. 

Þakka Bolla P. að vanda fyrir kortagerðina. 


Bloggfærslur 4. janúar 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 1582
  • Frá upphafi: 2350209

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1455
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband