Vetrarhitinn

Nú er vetrarmisseri íslenska tímatalsins liðið, sumardagurinn fyrsti er á morgun, 23.apríl. Heldur hefur verið illviðrasamt á landinu allt fram í byrjun þessa mánaðar. Nóvember var að vísu óvenjuhægur en snemma í desember skipti um yfir í skakviðri og hríðar. Síðasti hálfi mánuður hefur verið öllu skárri, sérstaklega um landið norðaustan- og austanvert. 

w-blogg220420a

Myndin sýnir hita vetrarmissera í Reykjavík 1872 til 2020. Meðalhiti nú var +1,1 stig, -0,3 stig neðan meðallags síðustu 30 vetra. Það er það lægsta frá vetrinum 2000 til 2001 að telja, en eins og greinilega má sjá á myndinni sker sá nýliðni sig ekkert úr - hiti hefur nokkrum sinnum á öldinni verið mjög ámóta og nú, síðast 2017-18. Þeir sem vel sjá taka eftir rauðri punktalínu sem liggur þvert yfir myndina, markar sú meðalhitann nú. Það má taka eftir því að allan tímann frá og með vetrinum 1965-66 að telja og allt fram til aldamóta voru ekki nema 6 vetur hlýrri en sá nýliðni. Á (vetra-) hlýskeiðinu 1921 til 1965 voru 23 vetur (af 65) hlýrri en sá nýliðni. Á hlýskeiðinu mikla 1931 til 1960 var vetrarmeðalhiti í Reykjavík 1,2 stig, nánast sami og nú - meðalhlýr hlýskeiðsvetur. En illviðri hafa verið ríflega umfram meðallag. 

Á Akureyri er meðalhiti vetrarins 2019 til 20 -0,3 stig, kaldast frá 2015-16 og í Stykkishólmi var meðalhiti vetrarins +0,6 stig, kaldast frá 2001-02. 

Eins og venjulega vitum við ekkert um framhaldið - það er frjálst. En ritstjóri hungurdiska óskar lesendum og velunnurum öðrum gleðilegs sumars. 

Þeir sem vilja geta rifjað um gamla pistla tengdan sumardeginum fyrsta (vonandi eru þeir ekki úreltir). Sumardagurinn fyrsti - sundurlausir fróðleiksmolarÞegar frýs saman - sumar og vetur - þá hvað?


Bloggfærslur 22. apríl 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 221
  • Sl. viku: 1640
  • Frá upphafi: 2349600

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1486
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband