Skemmtideildirnar bregđast ekki

Eins og oft hefur veriđ minnst á á hungurdiskum koma stundum nokkuđ frjálslegar spár úr stóru veđurlíkönunum. Langoftast er slíkt algjör della sem ekki verđur neitt úr, en stundum er veriđ ađ reyna ađ tćpa á einhverju raunverulegu. 

Svo vill til í dag (laugardag 18.janúar) ađ bćđi evrópureiknimiđstöđin og bandaríska veđurstofan sýna alveg sérlega djúpar lćgđir í spám sínum fyrir mánudag 27.janúar. Sennilega er ţetta sama kerfiđ - en miđstöđvarnar setja hana niđur á ólíkum stađ. 

w-180120ia

Kortiđ til vinstri er spá evrópureiknimiđstöđvarninnar - ţar er lćgđin skammt vestsuđvestur af Lófót í Noregi, 927 hPa í miđju, á síđan ađ ganga á land međ miđju 929 hPa. Ţetta er talsvert lćgra en gildandi noregslágţrýstimet (sem ađ sögn er 938,5 hPa - sjá yr.no). Viđ erum ađeins vanari tölum sem ţessum í námunda viđ okkur (vanari er e.t.v. ofsagt - en alla vega höfum viđ séđ lćgri tölur viđ strendur landsins). 

Kortiđ til hćgri sýnir spá bandarísku veđurstofunnar fyrir sama tíma - 929 hPa í lćgđarmiđju - en fyrir sunnan Ísland.

Ţó ţađ sé nćsta víst ađ ţessar spár séu rangar (verđa vćntanlega allt öđru vísi í nćstu spárunum) er ţađ samt svo ađ eitthvađ sannleikskorn kann ađ vera faliđ í ţeim. Kuldapollurinn mikli, Stóri-Boli, gengur laus um ţessar mundir og heimskautaröstin reisir kryppur sínar og hvćsir á móti - og viđ á milli.  


Illviđrasyrpan heldur áfram

Svo virđist sem bćrilegt veđur verđi um meginhluta landsins mestallan morgundaginn (laugardag 18.janúar) en síđan dregur aftur til tíđinda. Lćgđ sem í dag hefur valdiđ miklu hríđarveđri og ađ sögn óvenjulegri snjókomu á Nýfundnalandi stefnir til okkar og á ađ fara til norđausturs milli Íslands og Grćnlands á sunnudag og mánudag. 

w-blogg180120a

Kortiđ sýnir sjávarmálsţrýstispá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir seint á sunnudagskvöld, en ţá verđur meginlćgđin komin framhjá, landsynningsveđriđ á ađfaranótt sunndags gengiđ yfir og hvass útsynningur tekinn viđ. Lćgđin er öđru vísi en ţćr sem hafa plagađ okkur ađ undanförnu. Hún tók út sína óđadýpkun sunnan Nýfundnalands, er nú (á föstudagskvöld) um 955 hPa í miđju en á ekki ađ dýpka frekar á leiđ til okkar - á ţessu korti hefur hún meira ađ segja grynnst nokkuđ (miđjurnar tvćr 970 hPa og 976 hPa). Aftur á móti hefur ţrýstingur yfir Bretlandseyjum stigiđ rćkilega. Spáin segir ţrýsting í hćđarmiđju vera 1049 hPa. Breskir tístarar - og breska veđurstofan velta vöngum yfir ţví hvort 1050 hPa-mörkunum verđi náđ, en slíkur háţrýstingur er óvenjulegur ţar um slóđir, ekki ţó met (ţađ er ađ sögn 1053,6 hPa), en met er sagt hugsanlegt í Frakklandi (1048,9 hPa er metiđ ţar). Metatölur ţessar eru hér úr lausu lofti (Wikipediu) og ćtti ekki ađ vitna í ţćr - en eru vonandi réttar.

Ţrýstimunur eru ţví mikill á milli hćđar og lćgđar - hátt í 80 hPa. Gömul ţumalfingursregla segir ađ séu ţrýstilínur dregnar međ 4 hPa bili (eins á kortinu ađ ofan) og fjöldi ţeirra á sama grunnkorti (á stćrđ viđ ţetta) sé 20 eđa fleiri sé fárviđri einhvers stađar á kortinu. Á ţessu korti eru ţćr 19. - Ţetta er ţví mikiđ veđur ţó miđjuţrýstingur lćgđanna sé ekki tiltakanlega lágur (miđađ viđ ţćr ađ undanförnu). 

Viđ sjáum svo nýja lćgđ viđ Nýfundnaland. Spár eru ekki sammála um framtíđ hennar nema hvađ langflestar senda hana líka til Íslands. Spár enn lengra fram í tímann halda flestar hverjar leiknum áfram - en mikiđ sitt á hvađ frá einni spárunu til annarrar. 

Margs konar vandrćđi fylgja oftast lćgđum af ţessu tagi. Vonandi láta ţau sem minnst á sér bera ađ ţessu sinni. Vel má vera ađ hungurdiskar sulli eitthvađ meira í ţeim (fer eftir ţreki og sveimi ritstjórans). En lesendur eru hvattir til ađ fylgjast vel međ spám Veđurstofunnar. 


Bloggfćrslur 18. janúar 2020

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1536
  • Frá upphafi: 2348781

Annađ

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1340
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband