Hlýinda- og kuldaskot

Eins og minnst var á hér á hungurdiskum fyrir fáeinum dögum hlýnađi snögglega í veđri hér á landi rétt eftir aldamótin - langt fram úr vćntingum vegna hnattrćnnar hlýnunar. Međalhiti í Stykkishólmi 12-mánuđina frá september 2002 til ágúst 2003 var 2,07 stigum hćrri en ársmeđalhiti nćstu tíu ára á undan. 

Sú spurning kemur upp hvort viđ finnum eitthvađ ámóta í mćligögnum. Viđ ţekkjum međalhita í Stykkishólmi allvel aftur til 1820 eđa ţar um bil, og vitum nokkuđ um hann enn lengra aftur, en leitin nú hefst 1830 og viđ búum til lista tilvika ţar sem međalhiti 12-mánađa er 1,7 stigum (eđa meira) hćrri heldur en međalhiti nćstu tíu ára á undan. Tilvikin reynast ađeins fimm. Hiđ fyrsta 1847, ţá fór 12-mánađa međaltaliđ 1,92 stig yfir međalhita áranna tíu á undan, áriđ 1880 ţegar hitinn fór 2,05 stig framúr, 1890 er hiti fór 1,78 stig framúr og áriđ 1929, en ţá var hiti í apríl 1928 til mars 1929 2,16 stigum hćrri en međalhiti nćstu tíu ára á undan. 

Tilvikin 1880 og 1890 voru öđru vísi en hin ađ ţví leyti ađ ţeim fylgdu ámóta stórar niđursveiflur (kuldaskot), 1881 var ţađ -3,13 stig, en -1,71 stig áriđ 1892. Önnur ámóta kuldaskot komu 1836 ţegar 12-mánađa međalhiti var -1,79 stigum neđan međalhita nćstu tíu ára á undan, 1859 var hitinn -2,46 stig neđan 10-ára međalhitans, 1866 var vikiđ -1,93 og 1918 var ţađ -2,21 stig. Ekkert ámóta kuldaskot hefur komiđ síđan - mest finnum viđ -1,57 stig áriđ 1968 og -1,39 stig 1949. 

Međalhiti síđustu 10 ára í Stykkishólmi er 4,83 stig. Kćmi stórt hlýindaskot [+1,7 stig eđa meira] ofan í hann fćri ársmeđalhitinn í 6,5 stig. Ţađ er um 0,6 stigum hćrra heldur en hćsti 12-mánađa međalhiti í Hólminum til ţessa [5,93 stig, í mars 2016 til febrúar 2017] - hversu líklegt er slíkt? Stórt kuldakast drćgi 12-mánađa hitann niđur í 3,1 stig - svo kalt var síđast áriđ 1995. Snöggt kuldakast eins og 1881 myndi draga hitann niđur í 1,7 stig. Svo kalt var síđast áriđ 1918 [12-mánuđirnir nóvember 1917 til október 1918]. Ţađ er ţó 1,6 stigum hćrra heldur en lćgstu 12-mánuđirnir 1881 [september 1880 til ágúst 1881]. - Munurinn er rífleg sú hnattrćna hlýnun sem átt hefur sér stađ. 

Hlýindasveiflurnar 1929 og 2003 reyndust ađ nokkru leyti „varanlegar“ - nćstu tíu ár í kjölfar ţeirra voru mun hlýrri en tíu árin á undan (munađi 1,0 stigi 2003, en 0,8 stigum 1929). Nítjándualdarhlýindaskotin voru ţađ ekki - ţau komu og fóru. Stćrstu kuldaskotin voru ekki „varanleg“ heldur - svakaleg á skelfilega köldum tímum. 

Ekkert mćlir ţví mót ađ skyndilegar sveiflur eins og ţćr sem hér hafa veriđ gerđar ađ umfjöllunarefni geti átt sér stađ hvenćr sem er - ţćr eru bara ólíklegar. Sömuleiđis er nćsta víst ađ ţćr geta orđiđ ennţá stćrri - ólíklegt er ađ ţćr allra stćrstu sem hafa átt sér stađ séu inni á mćlitímabilinu.  


Bloggfćrslur 9. september 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (3.8.): 56
 • Sl. sólarhring: 141
 • Sl. viku: 1793
 • Frá upphafi: 1950412

Annađ

 • Innlit í dag: 51
 • Innlit sl. viku: 1563
 • Gestir í dag: 50
 • IP-tölur í dag: 49

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband