September sem sumarmánuđur

Í marslok birtist hér á hungurdiskum pistill sem nefndist „apríl sem vetrarmánuđur“. Ţar var leitađ ađ aprílmánuđum sem voru svo kaldir ađ ţeir mega teljast fullgildir vetrarmánuđir. Fáeinir fundust. Nú gerum viđ svipađ fyrir september og sumariđ. September telst reyndar til sumarsins í árstíđaskiptingu Veđurstofunnar. En međalhiti hríđfellur á ţessum tíma árs og ţađ er ţví sjaldan sem september er svo hlýr ađ hiti hans nái međalhita hinna sumarmánađanna ţriggja - en ţađ hefur komiđ fyrir. 

Til leitarinnar notum viđ landsmeđalhita í byggđ. Reyndar er sú gagnaröđ ekki sérlega áreiđanleg framan af - og stenst varla alvarlega rýni - en viđ látum sem ekkert sé í ţessum leik. Viđ gćtum leitađ á sama hátt fyrir einstakar stöđvar - og gerum ţađ e.t.v. einhvern tíma í framtíđinni (eđa kannski gera lesendur ţađ bara sjálfir). 

Ţađ háđi leitinni nokkuđ fyrir aprílmánuđ ađ hann hefur hlýnađ umtalsvert á síđustu 150 árum - og veturinn líka. Ţetta er heldur minna vandamál fyrir september - ađ međaltali hefur leitni hita hans ađeins veriđ um 0,4 stig á öld - varla marktćk, hitinn hefur sveiflast mikiđ, líka á langtímavísu. Sumariđ hefur hlýnađ lítillega meira. Ţrátt fyrir ţetta notum viđ sömu ađferđ viđ ađ leita sumarseptembermánuđi uppi og viđ notuđum í vetraraprílleitinni á sínum tíma. 

w-blogg140919a

Ţađ sem viđ sjáum á myndinni er ţetta: Lárétti ásinn vísar til síđustu 200 ára (tćpra), en sá lóđrétti er hitakvarđi. Grćna feita línan sýnir 30-árakeđjumeđalhita (alţjóđa-) sumarsins, til ţess teljast mánuđirnir júní til ágúst. Sumur áranna 1989 til 2018 eru ţví lengst til vinstri - en línan hefst viđ árabiliđ 1824 til 1853. Grćni ferillinn hefur í heildina ţokast upp á viđ, en ţó er sveiflan sem viđ sjáum í 30-ára hitanum enn meiri en hlýnunin er.

Rauđa ţykka línan sýnir ţađ sama - en á viđ september. Ţessi lína hefur ţokast upp á viđ líka - fjöláratugasveiflurnar enn meira áberandi en sumarhitasveiflurnar - en fylgist ađ mestu ađ í tíma.

Ţreparitiđ sýnir hins vegar landsmeđalhita einstakra septembermánađa - mjög breytilegur greinilega. Allt frá hinum illrćmda september 1979 (og fáeinna ámóta eldri til hlýindanna miklu 1939 og 1941.

Viđ merkjum sérstaklega ţá septembermánuđi ţegar međalhiti er hćrri en međalhiti nćstu ţrjátíu sumra á undan. Sannir sumarmánuđir. Viđ megum líka taka eftir ţví ađ hinir fjölmörgu hlýju septembermánuđir ţessarar aldar hefđu sumir hverjir komist inn í sumarflokkinn fyrir hundrađ árum - ţađ munar um hlýnunina ţó ekki sé hún mjög mikil.

Ţetta eru alls 8 mánuđir sem viđ merkjum. Langsumarlegastir voru septembermánuđir áranna 1939 og 1941, september 1958 líka ekta sumarmánuđur - sem og 1996 (ţó heldur hafi hann veriđ drungalegur sunnanlands - en ţađ er kannski dćmigert sumareinkenni). 

Viđ getum líka spurt hvor ţađ öfuga hafi gerst - hefur sumariđ í heild (ţađ er ađ segja júní til ágúst) nokkru sinni veriđ kaldara heldur en 30-ára međalhiti septembermánađar? Nei, ţađ hefur ekki átt sér stađ á ţessu tímabili. Ađ vísu munađi nćr engu áriđ 1882 (0,1 stigi).

September hefur einu sinni veriđ hlýjasti mánuđur ársins á landsvísu. Ţađ var 1958 (kalt var í ágúst og kuldi norđanlands í júlí dró ţann mánuđ niđur). Í Reykjavík hefur september ađeins einu sinni veriđ hlýjasti mánuđur ársins, ţađ var 1877. Á Akureyri gerđist ţađ ađeins 1958. Ađ september sé hlýjastur gerist oftar viđ sjávarsíđuna, sérstaklega austanlands. Ţađ hefur t.d. gerst 7 sinnum á Dalatanga ţó ekki hafi veriđ mćlt ţar nema í 80 ár. Síđast gerđist ţađ ţar bćđi 2014 og 2015. 

Viđ sjáum af ofansögđu ađ september keppir sjaldan í hlýindum viđ ađra sumarmánuđi - en hann er samt sem áđur langoftast einn af fjórum hlýjustu mánuđum ársins. Ef viđ teljum í 145 ár, aftur til ársins 1874 er ţađ í 128 skipti af 145. Maí hefur ađeins 15 sinnum lent í hópi fjögurra hlýjustu mánađa ársins, júní 144 sinnum og október ţrisvar. Eigi sumariđ ađ vera fjórir mánuđir ađ lengd (til samrćmis viđ veturinn) er september tvímćlalaust sumarmánuđur - miklu frekar en maí. 

En eins og margoft hefur veriđ fjallađ um hér á hungurdiskum áđur er um fjölda haustmerkja ađ velja í náttúrunni. Ţađ fer algjörlega eftir ţví hver tilgangur árstíđaskiptingar er hvađa merki eđa vísi viđ veljum - allt frá sólstöđum á sumri og fram til upphafs skammdegis. 

September sem haustmánuđur? Hefur einhver september veriđ kaldari en 30-ára međalhiti haustsins (október og nóvember). Svariđ er nei - og má sjá ţađ á myndinni hér ađ neđan.

w-blogg140919b

Ţađ vantar mikiđ á ađ september hafi nokkru sinni veriđ svo kaldur ađ hann hafi keppt viđ haustmeđalhitann. Hann liggur ţví mun nćr ţví ađ vera sumarmánuđur heldur en haust - ţrátt fyrir mun fleiri hausteinkenni heldur en hinir sumarmánuđirnir. Hausthitinn hefur heldur aldrei veriđ hćrri en 30-ára međaltal septemberhita. Ţađ hefur heldur aldrei gerst ađ septemberhiti hafi veriđ lćgri heldur en međalhiti október og nóvember sama ár - en hins vegar hefur ţađ komiđ fyrir ađ september hefur veriđ kaldari en október (um ţađ höfum viđ fjallađ hér áđur), en aldrei kaldari en nóvember. 


Bloggfćrslur 14. september 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 22
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 513
  • Frá upphafi: 2343275

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband