Leiđinlegt veđur - skemmtileg lćgđ

Norđanhryssingurinn sem gengur yfir landiđ nú og nćstu daga er heldur leiđinlegur. Einhver sagđi ţó (sennilega afkomandi Pollíönnu) ađ verra gćti ţađ veriđ - og verra hafi ţađ orđiđ á ţessum tíma árs. Ţađ er svosem satt - en leiđinlegt er ţetta samt. Hins vegar er kerfiđ sem ţessu veldur býsna skemmtilegt. Kuldapollur kom á dögunum norđan úr Ballarhafi í átt til landsins.

w-blogg100819a

Myndin sýnir tvö spákort úr safni evrópureiknimiđstöđvarinnar. Á ţeim báđum má sjá hefđbundnar jafnţrýstilínur heildregnar (međ 4 hPa bili). Af ţeim ráđum viđ vindstefnu og vindhrađa. Litir sýna hćđ 500 hPa-flatarins (en ekki ţykktina), skipt er um lit međ 60 metra bili. 

Kortiđ til vinstri sýnir stöđuna síđdegis á morgun, laugardag 10.ágúst, en ţađ til hćgri stöđuna sólarhring síđar, síđdegis á sunnudag. Í báđum tilvikum má sjá mjög greinilega háloftalćgđ, miđja hennar er í grćna litnum. Lćgđin nćr upp í veđrahvörf og er ţar ámóta skörp og í 500 hPa. En á laugardagskortinu gćtir lćgđarinnar nćr ekkert viđ jörđ - ađ vísu má sjá lćgđardrag norđan háloftalćgđarinnar, en annars virđast jafnţrýstilínurnar lítiđ vita af háloftalćgđinni. Ritstjóri hungurdiska hefur stundum minnst á ţađ sem hann (en enginn annar) kallar ţverskorna kuldapolla. Á vetrum (ţegar mun meira afl er í veđrakerfinu heldur en ađ sumarlagi) eru ţeir vandrćđavaldar á okkar slóđum - oft meira ađ segja stórvarasamir. 

Ţessi sem heimsćkir okkur nú er ćttingi hinna illu - svipmótiđ furđumikiđ ţó hásumar sé. Enda fer ekki sérlega vel. Ađeins sólarhring síđar er komin bćrilega öflug lćgđ skammt undan Norđausturlandi - hefur dýpkađ um nćrri 15 hPa á einum sólarhring - ţađ er mikiđ á ţessum tíma árs - og mjög mikiđ ţegar heimskautaröstin kemur ekkert viđ sögu. 

Rćtist ţessi spá verđur vonskuveđur kringum lćgđarmiđjuna og hugsanlega nokkuđ vestur og suđur fyrir hana. Viđ vitum ekki hvort spáin rćtist - né heldur hversu vestarlega mesti vindurinn og veltingurinn nćr. Rétt ađ fylgjast međ spám Veđurstofunnar í ţví sambandi. 

En ţetta er ein gerđ sumarhrođa. Í kaldara veđurlagi fyrri tíma hefđi vafalítiđ snjóađ niđur undir sjó norđanlands viđ ámóta árás ađ norđan. Dćmi eru um slíkt snemma í ágúst (og auđvitađ fjölmörg eftir 20. - meira ađ segja ekki svo mjög gömul).  


Bloggfćrslur 10. ágúst 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 53
 • Sl. sólarhring: 715
 • Sl. viku: 1858
 • Frá upphafi: 1843417

Annađ

 • Innlit í dag: 41
 • Innlit sl. viku: 1630
 • Gestir í dag: 41
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband