Lauslega af snjóalögum

Varla ađ uppgjöri snjóathugana síđasta vetrar sé lokiđ, en látum samt slag standa og lítum á eins konar heildarútkomu. Venja er ađ miđa snjóauppgjör annađ hvort viđ áriđ í heild eđa ţá veturinn (september til ágúst) - en viđ hliđrum ađeins til og miđum viđ uppgjörsár frá júlí í fyrra til júníloka í ár. [Ekki alveg ađ skapi ritstjórans - en látiđ eftir óskum lesenda]

Venja er ađ reikna snjóhulu í prósentum. Sé alhvítt allan mánuđinn er snjóhulan 100 prósent, sé alautt er hún núll prósent. Sé helmingur daga alauđur en helmingur alhvítur er snjóhulan talin 50 prósent, en hún er líka 50 prósent sé jörđ hvorki alauđ né alhvít heldur flekkótt sem kallađ er allan mánuđinn. Auđvitađ er venjulega engin snjóhula í byggđ ađ sumarlagi ţannig ađ vik eru ćtíđ tölulega smá á ţeim tíma árs.

w-blogg080719c

Myndin sýnir vik snjóhulunnar frá međallagi í einstökum mánuđum 2018 til 2019. Bláu súlurnar eiga viđ byggđ, en hinar brúnu fjalllendi (í 500 til 700 metra hćđ ofan sjávarmáls). Viđ sjáum ađ snjór var meiri á fjöllum en vant er í október 2018, en nóvember og desember 2018 voru sérlega snjóléttir, bćđi í byggđ og á fjöllum. Janúar 2019 var nćrri međallagi, en heldur meiri snjór var í byggđ í febrúar en venjulega, mars var nćrri međallagi. Mjög lítill snjór var í apríl og maí - mun minni en ađ međallagi. Ţađ eru vetrarfyrningar sem oft halda uppi snjólagi ađ vorlagi - en ţćr voru litlar sem engar nú - vćntanlega vegna snjóleysisins fyrir áramót. 

Heildarsnjóhulu vetrarins reiknum viđ međ ţví ađ leggja saman snjóhulu einstakra mánađa. Vćri alhvítt allt áriđ er hćsta mögulega summa 1200, vćri alautt allt áriđ vćri summan núll.

w-blogg080719a

Myndin sýnir vetrarsummur áranna 1924 til 2019, ártaliđ er sett viđ síđara ár vetrarins, ártaliđ 2019 á ţannig viđ veturinn 2018 til 2019 og ártaliđ 1929 viđ veturinn 1928 til 1929. Viđ sjáum (eins og ráđa mátti af myndinni ađ ofan) ađ snjóhula síđastliđins vetrar var nokkuđ undir međallagi tímabilsins alls - rétt eins og algengast hefur veriđ allt frá ţví veturinn 2001 til 2002, en ţá urđu mikil umskipti í snjóalögum (og hitafari). Viđ ţekkjum varla jafnlangt snjórýrt tímabil og ţessi 18 síđustu ár. Snjór var einnig mjög lítill á árunum 1959 til 1965 og mörg snjórýr ár komu einnig fyrir 1949. 

w-blogg080719b

Ekki var fariđ ađ athuga snjólag á fjöllum (í nágrenni veđurstöđva) fyrr en 1935. Ađalatriđi myndanna eru svipuđ - ţó komst fjallasnjór rétt yfir međallag á árunum 2013 til 2016. Áhugamenn um skaflinn í Gunnlaugsskarđi geta rýnt í ţessa mynd og velt vöngum. 


Bloggfćrslur 9. júlí 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a
 • w-blogg070919b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.10.): 17
 • Sl. sólarhring: 165
 • Sl. viku: 1712
 • Frá upphafi: 1839880

Annađ

 • Innlit í dag: 16
 • Innlit sl. viku: 1546
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband