Hitabylgja og fleira

Nokkuđ er rćtt í fréttum um yfirvofandi hitabylgju í Evrópu. Ţó ritstjórinn hafi gaman af öfgakenndum veđurspám og rćđi oft um slíkar er honum jafnan heldur í nöp viđ útbreiddan fréttaflutning af slíkum - ţar til öfgarnar hafa í raun sýnt sig. - En ţá ber oft svo viđ ađ fjölmiđlar láta sig ţćr lítt varđa. 

w-blogg250619a

Ţetta spákort bandarísku veđurstofunnar sýnir hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktina eins og reiknađ er ađ verđi síđdegis á fimmtudag 27.júní. Sjá má allstórt svćđi yfir Frakklandi sunnanverđu og Pósléttu Ítalíu ţar sem ţykktin er meiri en 5820 metrar. Ţetta er óvenjumikiđ - en ritstjóri hungurdiska veit ţó ekki hversu óvenjulegt ţađ er á ţessum slóđum. Hann veit hins vegar ađ ţykkt meiri en 5760 metrar er harla óvenjuleg á Bretlandseyjum - en sú jafnţykktarlína snertir Cornwallskaga á kortinu - og á föstudag á 5700 metra línan ađ komast (skamma stund) norđur um Skotland - ţađ er ekki algengt. 

Háloftalćgđin suđvestur af Írlandi er (ađ sögn líkana) á leiđ til norđurs og mun valda ţví ađ hiti gerir ađeins mjög stuttan stans á Bretlandi - og kuldastrokur úr norđri fylgja í kjölfariđ bćđi hér á landi og víđa um norđanverđa álfuna. Hitar eiga hins vegar ađ halda áfram í Frakklandi sunnanverđu (ekki ţó alveg svona öfgakenndir).

w-blogg250619b

Norđurhvelskortiđ (frá evrópureiknimiđstöđinni) gildir sólarhring síđar - um hádegi á föstudag. Ţá hefur hlýja loftiđ teygt sig til Bretlands (fyrir helgi var ţví spáđ alla leiđ hingađ - en af ţví verđur víst ekki). 

Ţađ er einhver óróleikasvipur yfir ţessu korti - kuldapollarnir ekki sérlega kaldir - en samankrepptir eru ţeir umkringdir mörgum jafnhćđarlínum hver um sig. Útilokađ ađ segja til um hvađ úr verđur í framhaldinu. 


Bloggfćrslur 25. júní 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 354
 • Sl. sólarhring: 474
 • Sl. viku: 3257
 • Frá upphafi: 1954597

Annađ

 • Innlit í dag: 336
 • Innlit sl. viku: 2900
 • Gestir í dag: 323
 • IP-tölur í dag: 319

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband