Stundum sleppum viđ vel

Ţó heldur kalt hafi veriđ undanfarna daga, sérstaklega um landiđ norđaustanvert, er samt ekki hćgt ađ segja ađ illa hafi fariđ - en litlu munar. Ritstjóri hungurdiska hefur stöku sinnum minnst á ţađ sem hann (en enginn annar) kallar „ţverskorna kuldapolla“. Sá sem viđ sjáum á kortinu hér ađ neđan er ađ vísu ekki mjög öflugur - og kannski ekki alveg fullkominn ađ gerđ heldur - en samt.

w-blogg110519b

Ţetta kort evrópureiknimiđstöđvarinnar gildir á miđnćtti síđastliđna nótt (ađfaranótt laugardags 11.maí). Háloftalćgđ - (kuldapollur) er fyrir norđaustan land. Litirnir sýna hér hćđ 500 hPa-flatarins (ekki ţykktina), en jafnţrýstilínur sjávarmálsţrýstings eru heildregnar. Eins og sjá má liggja ţćr um kuldapollinn ţveran. Ekki sérlega öflugt kerfi - en nćgir samt til ţess ađ búa til leiđindaveđur fyrir norđaustan land í dag (laugardag).

w-blogg110519a

Hér má sjá spá reiknimiđstöđvarinnar fyrir sjávarmálsţrýsting, vind og úrkomu sem gildir kl.18 síđdegis í dag, laugardag. Mikil leiđindi á ferđ vestan og suđvestan viđ Jan Mayen, í nótt á brúnin á ţessu veđri rétt ađ strjúka norđausturströndina - en svo virđist sem viđ sleppum annars vel. Stormur og mikiđ hríđarveđur er í norđvestanáttinni - alvöru vorhret - sem viđ hefđum fengiđ á okkur hefđu kerfi og ţróun veriđ um 500 km sunnar en reyndin er. 

Tilviljun rćđur hér mestu - viđ fáum svona veđur auđvitađ yfir okkur endrum og sinnum á ţessum árstíma - en segjum nú bara „sjúkk“. 


Fyrsti ţriđjungur maímánađar

Fyrsti ţriđjungur maímánađar er nokkru kaldari heldur en allur apríl. Í Reykjavík munar ţó ekki miklu. Međalhiti fyrstu tíu dagana er ţar 6,1 stig, +1,4 stigum ofan međallags sömu daga áranna 1961-1990 og +0,5 ofan međallags síđustu tíu ára. Hiti dagana tíu rađast í áttundahlýjasta sćti af 19 á öldinni. Hlýjastir voru dagarnir tíu áriđ 2011, međalhitinn var 8,6 stig, en ţá kólnađi svo um munađi síđari hluta mánađarins - eins og sumir muna vel. Kaldastir voru dagarnir tíu áriđ 2015, međalhiti 1,7 stig. Á „langa listanum“ er hitinn nú í 46. til 47. sćti (af 142). Hlýjastir voru sömu dagar 1939, međalhiti 9,1 stig, en kaldastir voru ţeir 1979, međalhiti -1,0 stig.

Ađ tiltölu hefur veriđ mun kaldara um landiđ norđanvert heldur en syđra. Međalhiti á Akureyri er ađeins 3,4 stig, ţó ekki nema -0,1 stigi neđan međallags 1961-1990, en aftur á móti -1,6 neđan međallags síđustu tíu ára.

Hiti er ofan međallags síđustu tíu ára á tćplega ţriđjungi veđurstöđva, mest er jákvćđa vikiđ á Keflavíkurflugvelli, +1,2 stig, en neikvćtt vik er mest á Gagnheiđi, -3,2 stig og -2,6 stig á Egilsstađaflugvelli.

Úrkoma í Reykjavík hefur mćlst 10,2 mm, ţađ er ríflega helmingur međalúrkomu. Ađeins 0,7 mm hafa mćlst á Akureyri um tíundihluti međalúrkomu. Kulda sem ţessum fylgja oft hríđarveđur norđanlands, en ekki er hćgt ađ tala um slíkt nú (enn ađ minnsta kosti). Loftţrýstingur hefur veriđ hár, ađeins tíu sinnum veriđ meiri sömu daga svo vitađ sé (síđast 2010).

Sólskinsstundir hafa mćlst 72,5 í Reykjavík, ţađ er í ríflegu međallagi.


Bloggfćrslur 11. maí 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • blogg210719a
 • ar_1876p
 • ar_1876t
 • w-blogg190719a
 • v-kort 1944-06-17 17b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.7.): 34
 • Sl. sólarhring: 301
 • Sl. viku: 1824
 • Frá upphafi: 1809434

Annađ

 • Innlit í dag: 26
 • Innlit sl. viku: 1599
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband