Gleðilegt sumar

Vetrarmisseri íslenska tímatalsins er nú liðið, það var hlýtt, meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri.

w-250419a

Hlýindin sjást vel á mynd, ekki nema þrír vetur á tímabilinu hlýrri (1964, 2003 og 2017). Ef við lítum enn lengra aftur í tímann bætast þrír við (1929, 1942 og 1946) - og svo einn á 19. öld (1847). Það vekur athygli á myndinni að enginn vetur hefur verið neðan meðallags áranna á myndinni síðan 2001 (svarta þverstrikið) og vetrarmeðalhiti í Reykjavík ekki verið neðan frostmarks síðan 1995. Spurning hvað þessi hlýindi endast - trúlega ekki endalaust þó. Kaldur vetur hlýtur að sýna sig um síðir. Hlýindaskeiðið sem náði hámarki á árunum 1927 til 1946 var ekki „jafnhreint“ og það sem við höfum nú verið að upplifa. Vetrarhiti var t.d. neðan frostmarks bæði 1931 og 1937 (auk svo 1951 og nokkurra ára á kuldaskeiðinu). 

Úrkoma í Reykjavík var tæplega 40 mm umfram meðallag síðustu tíu ára í vetur, en um 30 mm á Akureyri. 

Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum og öðrum velunnurum gleðilegs sumars. 


Bloggfærslur 25. apríl 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 1633
  • Frá upphafi: 2349593

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1480
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband