Ryk að sunnan?

Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Saharaeyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið. Meginhluti makkarins á að berast til austurs, en sé að marka spár á hluti hans að slitna frá og berast norður um Bretlandseyjar og e.t.v. mun lítilræði komast alla leið til Íslands. 

Myndin hér að neðan sýnir dálitinn rykmökk á leið til vesturs yfir landið á miðvikudagskvöld (24.apríl).

w-blogg220419a

Á spákortum er hægt að fylgjast með þessum mekki allt sunnan frá Sahara. Þó hann sé veigalítill þegar hingað er komið (rætist spárnar) ætti hann samt að vera sjáanlegur. 

Í sumum spám er gert ráð fyrir töluverðum hlýindum á sumardaginn fyrsta í ár. Rifja má upp að hæsti hámarkshiti í Reykjavík á fyrsta sumardag er 13,5 stig, sem mældist 1998. Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er rauhæfur möguleiki á að það met verði slegið. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta er 19.8 stig á Akureyri 1976 (og óstaðfest 20,5 stig á Fagurhólsmýri 1933). Varla er þess að vænta að þau met verði slegin nú. 

En við sjáum til. 


Bloggfærslur 22. apríl 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 41
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 1532
  • Frá upphafi: 2348777

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1336
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband