Hlýir dagar

Mjög hlýtt hefur veriđ víđa um land undanfarna daga, hiti langt ofan međallags árstímans. Á landsvísu var laugardagurinn 13. sá hlýjasti, en í Reykjavík t.d. var međalhiti föstudagsins 12. hćrri. Langtímameđalhiti hćkkar mjög í aprílmánuđi, vorhlýnun komin í fullan gang - enda er ţađ svo ađ hlýjustu apríldagar sem viđ ţekkjum eru langflestir seint í mánuđinum. Efstir á flestum listum eru 18.apríl 2003, og 29. og 28. apríl 2007. 

En viđ gćtum líka rađađ hitanum á annan hátt og leitađ ađ hlýjustu dögunum - miđađ viđ vik eđa stađalvik frá langtímameđalhita viđkomandi dags. Miđum viđ viđ vikin lendir 18.apríl 2003 í toppsćtinu á landsvísu, en 1.apríl 1956 í ţví nćstefsta (ekki man ritstjórinn ţann dag - og vill ekki gefa honum vottorđ nema ađ frekar athuguđu máli). Sé litiđ á stađalvikin eru 28. og 29. apríl 2007 á toppnum. Hlýindin nú standa ţessum eldri hlýindum talsvert ađ baki.

Athugum nú stöđuna í Reykjavík sérstaklega - hlýindin ţar hafa veriđ tiltölulega meiri en víđa annars stađar. Föstudagurinn 12. er ţannig 19. hlýjasti apríldagur frá upphafi samfelldra mćlinga í Reykjavík. Ađeins er vitađ um ţrjá hlýrri daga í Reykjavík svo snemma árs - athugum ţó ađ međalhiti einstakra daga fortíđar er ekki ţekktur jafn nákvćmlega og nú. - En viđ látum sem ekkert sé. Međalhiti föstudagsins 12. var 9,5 stig. Jafnhlýtt var sama almanaksdag áriđ 1929 - og enn hlýrra 30.mars 1893 og svo 27.mars 1948. Síđarnefndi dagurinn er vel ţekktur međal veđurnörda, en sá fyrri er óvottađur. 

Látum viđ vik frá međalhita áranna 1931 til 2010 ráđa röđ lendir föstudagurinn 12. í áttundahlýjasta sćti - hiti hans var 6,8 stigum ofan međallags. Efstur á ţeim vikalista er 1.apríl 1965, hiti +8,0 stig ofan međallags, en síđan kemur 29.apríl 2007 og 16.apríl í fyrra (2018). Á stađalvikalistanum er 29.apríl 2007 efstur, og síđan 7.apríl 1926 og 4.apríl 1963 (í vikunni á undan páskahretinu frćga). Eitthvađ rámar veđurnörd í mikiđ vonbrigđakuldakast í maí 2007 - í kjölfar hitabylgjunnar í apríllok ţađ ár (ţó ekkert vćri ţađ á viđ slćm hret). - Stundum ţarf ađ borga fyrir hlýindin. 

Međalhiti í Reykjavík fyrri hluta aprílmánađar er +5,0 stig, +3,1 stigi ofan međallags áranna 1961-1990 og +1,4 ofan međallags síđustu tíu ára. Dagarnir 15 voru jafnhlýir áriđ 2014, en áriđ 2003 var međalhitinn +5,1 stig, ţađ er hlýjasti aprílfyrrihluti aldarinnar. Sá kaldasti kom hins vegar 2006, en ţá var međalhiti +0,4 stig. Á langa listanum (145 ár) er hiti fyrri hluta apríl í Reykjavík í 9. til 10.hlýjasta sćti. Hlýjast var 1929, međalhiti +6,6 stig, en kaldastur var fyrri hluti apríl 1876, međalhiti -4,1 stig.

Á Akureyri er međalhiti fyrri hluta aprílmánađar +4,3 stig, +3,7 stigum ofan međallags 1961-1990 og +2,3 stigum ofan međallags síđustu tíu ára.

Hiti er ofan međallags síđustu tíu ára á öllum veđurstöđvum nema ţremur, neikvćđa vikiđ er -0,2 stig í Veiđivatnahrauni og Laufbala og -0,1 viđ Hágöngur. Jákvćđa vikiđ er mest +2,5 stig á Patreksfirđi.

Úrkoma í Reykjavík hefur mćlst 38,7 mm, í rúmu međallagi, en ađeins 3,8 mm á Akureyri. Ţađ er um fjórđungur međallags.

Sólskinsstundir hafa mćlst 67,3 í Reykjavík - nćrri međallagi.


Bloggfćrslur 15. apríl 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 221
  • Sl. viku: 1337
  • Frá upphafi: 2349806

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1218
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband