Hlýtt - blautt - hvasst

Evrópureiknimiđstöđin reiknar tvisvar á dag 50 spár 15 daga fram í tímann og ţuklar jafnframt á útkomunni og segir frá ef fariđ er nćrri eđa fram úr ţví sem mest hefur orđiđ í samskonar spám sem ná til síđustu 20 ára. Oft er ein og ein af spánum 50 međ eitthvađ útogsuđurveđur - og telst ţađ ekki til tíđinda.

En stundum gefur stór hluti spánna 50 til kynna ađ eitthvađ óvenjulegt kunni ađ vera á seyđi. - Líkur á ţví ađ svo sé raunverulega aukast eftir ţví sem styttra er í hiđ óvenjulega. Reynslu ţarf til ađ geta notađ ţessar upplýsingar í daglegum veđurspám. Sú reynsla mun byggjast upp - og til munu ţeir sem orđnir eru vanir menn. 

Nú ber svo viđ ađ vísar ţriggja veđurţátta, hita, úrkomu og vindhrađa, veifa allir fánum í spám sem gilda á laugardaginn kemur, 13.apríl.

Viđ skulum til fróđleiks líta á ţessi kort - (ţetta er ekki alveg nýjasta útgáfa - vegna viđlođandi tölvuvandrćđa á Veđurstofunni). 

w-blogg100419a

Hér er reynt ađ spá fyrir um hvort 24-stunda úrkomumagn er nćrri metum. Tveir vísar eru sýndir - hér kallađir útgildavísir (lituđu svćđin) og halavísir (heildregnar línur). Líkaniđ veit af ţví ađ úrkoma er ađ jafnađi minni hér á landi á ţessum árstíma heldur en ađ haust- eđa vetrarlagi - sömuleiđis veit ţađ ađ úrkoma um landiđ vestanvert er meiri en t.d. norđaustanlands.

Hér verđa vísarnir ekki skýrđir frekar, en ţess ţó getiđ ađ veđurfrćđingum er sagt ađ hafa varann á ef útgildavísirinn fer yfir 0,9 - og sömuleiđis ef halavísirinn (nafniđ vísar til hala tölfrćđidreifingar) nálgast 2,0 - hér er hann yfir 2 á allstóru svćđi - allt frá Reykjanesi í vestri og nćr óslitiđ austur á Vatnajökul. Hćst fer vísirinn í 5,4 yfir hálendinu vestur af Vatnajökli - harla óvenjuleg tala - meira ađ segja í halavísum.  

En - líkan evrpópureiknimiđstöđvarinnar er ekki međ full tök á landslagi - og ţar ađ auki er ritstjóri hungurdiska nćr reynslulítill í túlkun útgildaspáa af ţessu tagi. Hvort kortiđ er ađ vara viđ einhverju sérstöku verđur reynslan ađ skera úr um. 

Orđiđ „útgildavísir“ er ţýđing á ţví erlenda, „extreme forecast index“, EFI, en „halavísir“ reynir ađ íslenska „shift of tail“, SOT. - Ţýđingar ţessar hafa ekki öđlast hefđarrétt (né annan) og ađrar (og vonandi betri) munu e.t.v. sýna sig síđar. 

w-blogg100419b

En hitavísar rísa einnig hátt á laugardaginn. Útgildavísirinn er ofan viđ 0,9 á allstóru svćđi viđ innanverđan Breiđafjörđ og í Húnavatnssýslum. Sömuleiđis á Grćnlandssundi og fyrir norđan land. Hćstu gildi halavísisins eru hér úti af Vestfjörđum. Ţó óvenjulega hlýtt verđi er ólíklegt ađ hitamet verđi slegin á landsvísu. Viđ skulum samt fylgjast vel međ hitanum nćstu daga. Hámarksdćgurmet ţess 13. er 15,7 stig sett í Fagradal í Vopnafirđi áriđ 1938. Kominn tími á ţađ - ekki satt - enda lćgri tala en dćgurmet dagana fyrir og eftir. 

w-blogg100419c

En vindvísar eru einnig háir - á myndinni yfir 0,9 vestan Langjökuls og Vatnajökuls. Bendir e.t.v. til ţess ađ landsynningurinn muni búa til mjög öflugar fjallabylgjur. Hvort ţeirra sér svo stađ í raunveruleikanum vitum viđ ekki. 

Slćm landsynningsveđur (á landsvísu) eru ekki algeng í apríl. Ekkert slíkt hefur enn komist á landsillviđralista ritstjóra hungurdiska - sem sér ţó aftur til ársins 1912. Einhvern veginn hefur ţannig viljađ til ađ landiđ hefur sloppiđ - áttin frekar lagst í austur eđa suđur. Ţetta er ábyggilega tilviljun frekar en regla. Mesti sólarhringsmeđalvindhrađi landsynningsdags á landsvísu í apríl er ekki „nema“ 10,9 m/s. Ţađ var 25.apríl 1955. Mikil skriđuföll urđu víđa á landinu í ţeim mánuđi - en tengdust veđrinu 25.apríl ekki. 

Nú eru tíu dagar liđnir af apríl 2019. Međalhiti ţeirra í Reykjavík er 3,2 stig, 1,5 stigum ofan međallags áranna 1961 til 1990, en -0,5 neđan međallags síđustu tíu ára. Hitinn er í 12.hlýjasta sćti (af 19) á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar 2014, međalhiti ţá +6,0 stig, en kaldastir voru ţeir áriđ 2006, međalhiti +0,1 stig. Sé litiđ til lengri tíma, 145 ára, voru dagarnir hlýjastir í Reykjavík 1926, međalhiti ţeirra ţá var +6,6 stig, en kaldastir voru ţeir 1886, međalhiti -4,5 stig.

Međalhiti fyrstu tíu daga aprílmánađar nú er +2,0 stig á Akureyri, +1,6 stigum ofan međallags 1961-1990, en í međallagi síđustu tíu ára.

Hiti er undir međallagi á flestum veđurstöđvum landsins, mest á sunnanverđu hálendinu, hćsta neikvćđa vikiđ er viđ Hágöngur, -3,1 stig, en hiti er ofan 10-ára međaltalsins á fáeinum stöđvum, mest +0,4 stig á Hornbjargsvita og í Grímsey.

Úrkoma í Reykjavík hefur mćlst 13 mm, og er ţađ rúmur helmingur međalúrkomu sömu daga. Á Akureyri hefur úrkoman mćlst 4 mm og er ţađ nćrri ţriđjungi međalúrkomu.

Sólskinsstundir hafa mćlst 52,4 í Reykjavík, um 10 umfram međallag.


Bloggfćrslur 11. apríl 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.10.): 47
 • Sl. sólarhring: 463
 • Sl. viku: 2276
 • Frá upphafi: 1841071

Annađ

 • Innlit í dag: 44
 • Innlit sl. viku: 2035
 • Gestir í dag: 44
 • IP-tölur í dag: 40

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband