Fyrstu tíu dagar marsmánaðar

Lítum á stöðu fyrstu tíu daga marsmánaðar. Meðalhiti í Reykjavík er +0,4 stig, -0,3 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990, en í meðallagi síðustu tíu ára. Hiti dagana tíu er í 12.sæti af 19 á þessari öld. Hlýjastir voru dagarnir tíu árið 2004, meðalhiti +6,3 stig, en kaldastir 2009, -2,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er 2004 líka í efsta sæti, en neðstir eru sömu dagar árið 1919, meðalhiti þeirra þá var -9,9 stig.

Meðalhiti fyrstu tíu daga mánaðarins nú á Akureyri er -3,1 stig, -2,0 stigum neðan meðallags 1961-1990, en -2,3 neðan meðallags síðustu 10 ára.

Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á allmörgum stöðvum um landið sunnanvert, mest +0,7 stig á Hraunsmúla í Staðarsveit og við Lómagnúp, en kalt hefur verið í innsveitum norðaustanlands, neikvæða vikið er mest í Svartárkoti -3,7 stig.

Úrkoma hefur mælst 30,3 mm í Reykjavík og er það nærri meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 11,1 mm fyrstu 10 daga mánaðarins og er það undir meðallagi.

Sólskinsstundir hafa mælst 56,3 í Reykjavík það sem af er mánuði og hafa þær aðeins 9 sinnum mælst fleiri sömu daga (mælingar 108 ár). Flestar mældust sólskinsstundirnar þessa daga árið 1962, 87,9 en fæstar 1996, aðeins 3,9.

Bloggfærslur 11. mars 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • arid_1909p
 • arid_1909p
 • ar_1909t
 • arid_1909p
 • ar_1909t

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 119
 • Sl. sólarhring: 135
 • Sl. viku: 1888
 • Frá upphafi: 1785226

Annað

 • Innlit í dag: 85
 • Innlit sl. viku: 1616
 • Gestir í dag: 72
 • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband