Kaldasti dagur vetrarins (sumstađar)

Dagurinn í dag (föstudagur 8.febrúar) var ekki kaldasti dagur vetrarins á landsvísu, en var ţađ samt á fáeinum veđurstöđvum. Viđ athugum hverjar ţćr eru.

ármándagur klstlágmark stöđ
20192822-14,8 Skálafell
20192817-14,3 Ţverfjall
20192816-12,7 Seljalandsdalur
20192820-12,8 Tindfjöll
20192818-10,3 Gemlufallsheiđi
20192817-8,1 Siglufjarđarvegur
20192816-7,5 Siglufjarđarvegur Herkonugil

Hér má sjá ţrjár stöđvar í mikilli hćđ yfir sjó, Skálafell, Ţverfjall og Tindfjöll. Seljalandsdalur er ekki langt frá Ţverfjalli - og Gemlufallsheiđi út af fyrir sig ekki heldur. Stöđvarnar viđ Siglufjarđarveg eru hins vegar úti á nesi (eđa nćrri ţví) og viđ sjó. 

Kuldinn í dag var greinilega öđru vísi en sá á dögunum, ađkominn međ vindi, en ekki heimatilbúinn í hćgviđri. Viđ megum líka taka eftir ţví hvađ klukkan var ţegar lágmarki var náđ - nótt?, nei, síđdegi eđa kvöld. Ţetta er auđvitađ í bođi kuldapollanna litlu sem á var minnst í pistli gćrdagsins. 

Dćgurlágmarksmet voru líka sett á nokkrum stöđvum. Dćgurmet eru reyndar ekki svo merkileg - nema ţegar um landiđ allt er ađ rćđa - eđa ţá stöđvar sem athugađ hafa mjög, mjög lengi. Á stöđ sem athugađ hefur í 10 ár má búast viđ um 30 til 40 nýjum dćgurlágmarksmetum á hverju ári. - En ritstjóri hungurdiska gefur ţeim samt auga (flesta daga) ţví ţau segja (ţegar margar stöđvar eru komnar í hóp) - eitthvađ um eđli kuldans (eđa hitans) ţann daginn. Er sérstaklega veriđ ađ setja met á ákveđnu landsvćđi - eđa kemur landslag viđ sögu. 

Í dag eru ţađ tindar og hlíđar og slíkt - líka einkenni sperringskuldans ađflutta - og svo tvćr stöđvar í Vestmannaeyjum (hvorug reyndar međ langa sögu ađ baki). 

árafjármándagurnýtt met stöđ 
22201928-14,8 Skálafell
14201928-5,5 Stórhöfđi (sjálfvirk)
12201928-12,2 Skarđsmýrarfjall
12201928-12,8 Tindfjöll
12201928-12,3 Bolungarvík - Trađargil
12201928-11,7 Siglufjörđur - Hafnarfjall
9201928-11,9 Skarđsheiđi Miđfitjahóll
9201928-4,6 Surtsey
8201928-14,2 Básar á Gođalandi
9201928-10,8 Miklidalur
9201928-8,2 Gillastađamelar
9201928-10,4 Ţröskuldar
9201928-10,3 Gemlufallsheiđi
8201928-5,7 Búlandshöfđi
7201928-7,7 Blikdalsá

Fyrsti dálkurinn sýnir árafjöldann - ţó ţau séu ekki mörg sjáum viđ samt - ţegar á heildina er litiđ ađ háfjöll og hlíđar eru áberandi - nú - og Austurland hefur sloppiđ betur. Loft streymir af ákafa (vindi) upp hlíđar og kólnar um 1 stig á hverja 100 metra hćkkun - engin miskunn. 


Bloggfćrslur 9. febrúar 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • blogg210719a
 • ar_1876p
 • ar_1876t
 • w-blogg190719a
 • v-kort 1944-06-17 17b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.7.): 34
 • Sl. sólarhring: 301
 • Sl. viku: 1824
 • Frá upphafi: 1809434

Annađ

 • Innlit í dag: 26
 • Innlit sl. viku: 1599
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband