Met - (með smátilslökunum)

Kuldakastinu er kannski ekki alveg lokið - en það hefur alla vega slitnað í sundur. Við getum í því samhengi litið á nokkrar tölur. 

Mesta frost ársins á landinu fram til þessa eru -29,3 stig sem mældust í Svartárkoti. Það er lægsta lágmark sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð í byggð í febrúarmánuði - met út af fyrir sig. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í febrúar er ekki mikið meira, -30,7 stig sem mældust í Möðrudal 4.febrúar 1980. Mest frost á sjálfvirkri veðurstöð í febrúar mældist í Veiðivatnahrauni 2.febrúar 2008, -30,3 stig. 

Reyndar féll annað byggðarmet mánaðar (á sjálfvirkri stöð) - þegar hámarkshiti sólarhringsins við Mývatn var -18,4 stig þann 3. Landsmetið (mannaðar stöðvar líka) er reyndar aðeins lægra, -21,0 stig, sett í Möðrudal þann 15.febrúar 1987. 

Fáein febrúarlágmarkshitamet féllu á einstökum sjálfvirkum stöðvum. Hér er listi yfir þær sem athugað hafa lengur en tíu ár. Mikið kuldakast gerði í febrúar 2008 og þá var kaldara en nú á flestum athugunarstöðvum sem þá voru starfræktar. 

byrjarmetármándagurnýtt met nafn
1995201923-22,2 Öxnadalsheiði
1996201923-29,0 Mývatn
1997201922-16,7 Korpa
1999201923-24,0 Mývatnsheiði
2003201923-16,1 Reykir í Hrútafirði
2003201923-16,1 Blönduós
2003201923-28,7 Möðrudalur
2003201923-29,3 Svartárkot
2006201923-14,8 Skjaldþingsstaðir
2006201923-20,8 Torfur
2006201922-21,7 Gauksmýri
2007201923-16,5 Fáskrúðsfjörður Ljósaland

Febrúar (og janúarlágmarksmet) voru einnig sett á höfuðborgarsvæðinu í heild. Lítum á tvo lista. Sá fyrri sýnir lægsta hita sem mælst hefur í hverjum mánuði á sjálfvirkum stöðvum höfuðborgarsvæðisins.

nafnárdagurhitistöð
jan201931-20,0Víðidalur
feb20192-21,5Sandskeið
mar19987-17,1Korpa
apr201313-16,2Sandskeið
maí20132-12,9Sandskeið
jún20117-2,8Straumsvík
júl20131-1,2Sandskeið
ágú20132-2,7Sandskeið; líka 7. sama ár
sep201823-8,0Sandskeið
okt200231-10,5Korpa; Hólmsheiði 28. 2008 og Sandskeið 6.2018
nóv201318-19,7Sandskeið
des20135-21,7Sandskeið

Feitletruðu tölurnar toppa líka eldri mánaðarlágmörk á svæðinu - hér að neðan er líka listi yfir þau. Hiti í Víðidal fór lægst í -21,3 stig (nærri því eins neðarlega og á Sandskeiði).

nafnárdagurhitistöð
jan191821-28,0Vífilsstaðir
feb19696-20,7Hólmur
mar19193-23,0Vífilsstaðir; Reykjavík 22. 1881
apr19681-21,2Hólmur
maí19438-11,5Kolviðarhóll
jún19151-3,0Vífilsstaðir
júl198318-1,7Hólmur
ágú196425-3,3Hólmur
sep196930-9,4Hólmur
okt196717-14,4Hólmur
nóv200419-18,4Korpa
des191717-22,0Vífilsstaðir

Minna má á að þann 30.janúar 1971 mældist lágmarkshiti á Hólmi -25,7 stig. Hefði janúar verið 28-daga langur, en febrúar aftur á móti 31 væri nýja metið ekki met. Febrúar er ívið ólíklegri til að fanga lægstu lágmörk heldur en janúar. 

Þegar öllum kuldum er lokið - (eða að öðrum kosti eftir næstu mánaðamót) reiknum við e.t.v. út vísitölur þessa fróðlega kuldakasts og berum saman við önnur. 


Bloggfærslur 5. febrúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • blogg210719a
 • ar_1876p
 • ar_1876t
 • w-blogg190719a
 • v-kort 1944-06-17 17b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.7.): 34
 • Sl. sólarhring: 301
 • Sl. viku: 1824
 • Frá upphafi: 1809434

Annað

 • Innlit í dag: 26
 • Innlit sl. viku: 1599
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband