Frost um land allt

Þess má geta að hiti fór hvergi upp fyrir frostmark á landinu í dag (föstudag 1.febrúar). Litlu munaði að vísu á fáeinum stöðvum, minnst í Önundarhorni undir Eyjafjöllum þar sem hámarkshiti dagsins var -0,8 stig. Það er orðið sjaldgæft á síðari árum að slíkir dagar komi, (síðast 12.janúar 2017). Það stafar bæði af hlýnandi veðurfari, en líka - og sennilega ekki síður af fjölgun veðurstöðva sem hámarkshita mæla.

Það truflar líka að sjálfvirka og mannaða kerfið telja ekki alveg samstíga. Notast er við „réttan“ sólarhring á sjálfvirku stöðvunum, en á þeim mönnuðu endar dagurinn kl.18. og nær þar með aftur til kl.18 daginn áður. Þetta þýðir t.d. (tilviljun auðvitað) að það var 13.janúar 2017 (en ekki þann 12.) sem síðast var frost á öllum mönnuðum stöðvum allan „sólarhringinn“. Verði klukkunni breytt ... [þarf að breyta öllum klukkum allra veðurathugana - ].

Dægurlágmarksmet voru þó ekki sett á mjög mörgum stöðvum í dag. Það er vegna þess að fyrir er 1.febrúar árið 2008 sem var víðast hvar mun kaldari en þessi, meðalhiti í byggðum landsins þá -10,3 stig, en -6,5 stig nú.

Skömmu fyrir miðnætti fór frostið í -10,3 stig í Reykjavík, það sama og 31.janúar 2016 og það mesta síðan 6.desember 2013, þá var lágmarkshitinn í Reykjavík -12,5 stig (og -12,8 stig daginn áður).


Bloggfærslur 2. febrúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 1602
  • Frá upphafi: 2350229

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband