Fyrri hluti febrúarmánaðar

Febrúarmánuður er víst ekki nema 28 dagar að þessu sinni og því hálfnaður þegar að 14 dögum liðnum. Meðalhiti þeirra í Reykjavík er -1,5 stig, -1,1 stigi neðan meðallags áranna 1961-1990 og -2,6 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin og í 17.hlýjasta sæti á öldinni (af 19). Fyrri hluti febrúar var kaldastur árið 2002, meðalhiti þá var -2,6 stig, en hlýjastur var hann 2017, meðalhiti +4,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er fyrri hluti febrúar 1932 efstur (hiti +4,5 stig), en kaldastur var hann 1881, meðalhiti -6,3 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta febrúar nú -4,0 stig, -1,5 stigi neðan meðallags 1961-1990, en -3,7 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Hiti er neðan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins, minnst í Skaftafelli og við Lómagnúp, vikið þar er -0,7 stig, en kaldast að tiltölu hefur verið í Svartárkoti þar sem hiti er -4,3 stig neðan meðallags.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst aðeins 13,6 mm, vel innan við helmingur meðallags. Hefur þó 20 sinnum mælst minni. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 60,4 mm, meir en tvöföld meðalúrkoma sömu daga.

Sólskinsstundir hafa mælst 49,1 í Reykjavík, um 26 stundum umfram meðallag og það tíundamesta sem mælst hefur í fyrri hluta febrúar.

Nú er spurning hvort síðari hluta mánaðarins tekst að draga hitann eitthvað upp. 


Bloggfærslur 15. febrúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 78
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 1827
  • Frá upphafi: 2348705

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 1599
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband