Breytilegar spár

Nokkuð hringl er á veðurspám þessa dagana, hlýtt og kalt loft hreyfist í aðalatriðum samsíða til norðnorðausturs suður af landinu og yfir því. Skammt er á milli hlýja loftsins og þess kalda.

w-blogg120219a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna síðdegis á fimmtudag, 14.febrúar. Eins og sjá má liggja jafnhæðarlínur (heildregnar) og jafnþykktarlínur (litir) nokkurn veginn samsíða í námunda við okkur. Minniháttar misgengi flytur áhrifasvæði hlýinda og kaldara lofts til á afgerandi hátt - slíkt misgengi getur líka valdið því að vindur nær sér á strik um stund. 

Þó reiknilíkön hafi undanfarna daga verið í aðalatriðum rétt, vilja smáatriðin hnikast til frá einni spárunu til annarrar og á milli líkana. Sem stendur er talið líklegt að við verðum oftar á svölu hliðinni - en takið þó eftir því að enginn sérstakur kuldi er á kortinu, ekki einu sinni vestur yfir Kanada.

Lægðin við Nýfundnaland á ekki að breyta stöðunni á afgerandi hátt - en þó er reiknað með því að henni fylgi heldur hlýrra loft en það sem verður yfir okkur á fimmtudaginn - það yrði þá væntanlega á laugardag. 

Svo er í lengri spám alltaf verið að reyna að búa til fyrirstöðuhæðir í námunda við okkur, ýmist vestan eða austan við - en einhvern veginn hefur ekkert teljandi orðið úr slíku til þessa þrátt fyrir stöðuga áraun reiknimiðstöðva. 


Bloggfærslur 12. febrúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg220419a
 • ar_1903p
 • ar_1903t
 • w-blogg130419a
 • w-blogg100419c

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.4.): 552
 • Sl. sólarhring: 1087
 • Sl. viku: 2431
 • Frá upphafi: 1773969

Annað

 • Innlit í dag: 456
 • Innlit sl. viku: 2106
 • Gestir í dag: 435
 • IP-tölur í dag: 401

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband