Enn af sama kuldapolli

Eins og minnst var á hér á hungurdiskum á dögunum fór þá dálítill kuldapollur yfir landið. Á það var ekki minnst að hann var það sem ritstjórinn hefur kallað þverskorinn (athugið að enginn annar notar þetta hugtak). Slíkir eru oftast illskeyttari en aðrir - en þessi var svo lítilvægur að ritstjóranum fannst ekki taka því að láta þess getið í fyrri umfjöllun. Svo fara að berast lýsingar af illviðri, ófærðarhrakningum og snjóflóðum - það hefði kannski verið ástæða til að minnast á þetta.

w-blogg100219a 

Hér er kort sem er sérhannað til að sjá svona fyrirbrigði. Litirnir sýna hæð 500 hPa flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar) - flöturinn stendur því neðar sem litirnir eru blárri. Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting (jafnþrýstilínur). Þetta er staðan síðastliðið föstudagskvöld. Hæð er yfir Grænlandi en djúp lægð við Skotland. Á þrýstikortinu sér litlar misfellur milli hæðar og lægðar - norðaustanbeljandi á mestöllu svæðinu. Í háloftunum er hins vegar dálítil lægð við Ísland suðvestanvert. Austan við hana er sunnanátt í miðju veðrahvolfi - hringrás ólík stöðunni neðar.

Við sjáum jafnþrýstilínurnar liggja þvert í gegnum háloftalægðina - rétt eins og hún sé ekki til. Reynsla sýnir að þetta er varasöm staða á öllum tímum árs, en fyrst og fremst þó að vetrarlagi. Samt hélt ritstjórinn (og hann hefur horft á svona nokkuð árum saman) að þetta væri of lítilvægt kerfi til að hafa bæri sérstaka athygli á því - en hafði (eins og oft áður) rangt fyrir sér. Það var full ástæða til að gefa því áhyggjuaugað. 


Bloggfærslur 10. febrúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 1600
  • Frá upphafi: 2350227

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband