Eindregin norðaustanátt

Svo er að sjá sem eindregin norðaustanátt verði ríkjandi á landinu næstu daga með viðvarandi úrkomu um landið norðaustan- og austanvert en að mestu þurru suðvestan- og vestanlands.

w-blogg171219a

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, hita í 850 hPa-fletinum og úrkomu síðdegis á fimmtudag 19.desember. Eins og sjá má eru jafnþrýstilínur þéttar yfir landinu og úrkomubakki við norðurströndina. Nokkuð snörp lægð er fyrir suðaustan land og verður hún á vesturleið (sé að marka spár). Henni fylgir töluverð úrkoma sem ætti að koma inn á landið austanvert skömmu síðar en kortið gildir. Þá er spurning hvort það snjóar eða rignir - og hversu mikið. Það gæti orðið býsna mikið. Þó vindur sé nokkur er samt ekki búist við jafnmiklu roki og varð í síðustu viku - en leiðinlegt getur það orðið engu að síður. 

Svo þegar þessi lægð er farin hjá gera spár ráð fyrir annarri svipaðri um tveimur dögum síðar - hún er varla orðin til á þessu korti. Þá gæti úrkoma orðið enn meiri. 

Þetta er heldur ólystugt útlit - nema helst fyrir þá frekar fáu sem fyllast vetrarþrótti - jú, þeir þurfa líka að fá sitt. 

Ritstjórinn var að gera því skóna að eitthvað myndi snjóa hér syðra á fimmtudaginn - en er víst einn um þá skoðun - og er að þessu sinni dauðfeginn því að hafa rangt fyrir sér. Eins og venjulega eru lesendur beðnir um að gefa spám Veðurstofunnar frekar gaum - þar er fylgst með allan sólarhringinn - en ekki bara útundan sér eins og á ritstjórnarskrifstofum hungurdiska. 


Bloggfærslur 17. desember 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 139
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 1763
  • Frá upphafi: 2349723

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 1600
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband