Fyrstu tíu dagar janúarmánaðar

Enn er alvarleg bilun í tölvukerfi Veðurstofunnar - en þó tókst að kreista út einhverjar upplýsingar um stöðu fyrstu tíu daga mánaðarins:

Þetta er hlýjasta janúarbyrjun það sem af er öldinni. Meðalhiti í Reykjavík 4,9 stig, 5,5 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990 og 3,8 ofan ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldastir á öldinni voru dagarnir tíu árið 2001, meðalhiti þá -4,7 stig. Sé litið til lengri tíma (144 ár) er hiti daganna tíu nú í 3. til 4. hlýjasta sæti, hlýrri voru þeir 1972 [6,8 stig] og 1973 [5,5], en jafnhlýir 1964. Kaldastir voru þeir 1903, meðalhiti -7,7 stig.

Á Akureyri er meðalhiti daganna tíu 5,1 stig, 7,5 stigum ofan meðallags 1961-1990, en 5,4 stig ofan meðallags sömu daga síðustu tíu árin.

Á landinu hefur að tiltölu verið hlýjast við Upptyppinga, hiti þar +6,1 stigi ofan meðallag síðustu tíu ára, og vikið í Torfum í Eyjafirði er 5,1 stig. Minnst er vikið í Seley, +2,0 stig.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst um 30 mm, og er það nærri meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoma aðeins mælst um 1 mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík hafa mælst 5,7, fjórum undir meðallagi.

Trúlega fellur hiti mánaðarins eitthvað á samanburðarlistum næsta þriðjung mánaðarins - bæði er útlit fyrir kólnandi veður og samkeppni við aðra hlýja janúarmánuði mjög ströng.


Bloggfærslur 11. janúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júní 2019
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • ar_1910p
 • ar_1910t
 • w-blogg220619d
 • w-blogg220619c
 • w-blogg220619b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.6.): 137
 • Sl. sólarhring: 207
 • Sl. viku: 2507
 • Frá upphafi: 1799407

Annað

 • Innlit í dag: 120
 • Innlit sl. viku: 2241
 • Gestir í dag: 106
 • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband