Háloftasvali í ágúst

Eftir þráláta suðvestanátt í háloftunum undanfarna mánuði skipti nokkuð um í ágúst. Háloftalægð hélt sig nærri landinu og meðalvindátt var úr norðri í 5 km hæð.

w-blogg040918a

Heildregnar línur sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins, daufar strikalínur meðalþykkt, en litir þykktarvik. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hærri er hitinn. Þykktarvik segja frá hitavikum, hér er miðað við tímabilið 1981 til 2010. Fyrir austan land er vikið nærri -50 metrar þar sem mest er - jafngildir -2,5 stigum neðan meðallags - en um -30 metrar yfir landinu sjálfu (-1,5 stig). Svo stór urðu vikin ekki á veðurstöðvunum. 

Nördin vilja kannski vita af því að ámóta háloftastaða kom síðast upp í ágúst 1961 - þá sagði Veðráttan: „Tíðarfar var óhagstætt á Norður- og Austurlandi, en sunnan lands og vestan var sæmileg heyskapartíð fyrri hlutann“. 

Bestu þakkir til Bolla fyrir kortið. 


Bloggfærslur 4. september 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg220419a
 • ar_1903p
 • ar_1903t
 • w-blogg130419a
 • w-blogg100419c

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 21
 • Sl. sólarhring: 826
 • Sl. viku: 2538
 • Frá upphafi: 1774271

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 2205
 • Gestir í dag: 14
 • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband