Sumareinkunn Reykjavíkur og Akureyri 2018

Undanfarin ár hefur ritstjóri hungurdiska birt það sem hann kallar sumareinkunn fyrir Reykjavík og Akureyri. Margoft hefur verið skýrt út hvernig reiknað er og verður ekki endurtekið hér.

Þess verður þó að geta að fjórir þættir eru undir: Meðalhiti, úrkomumagn, úrkomutíðni og sólskinsstundafjöldi. Hver þriggja sumarmánaða er tekinn sérstaklega og getur mest fengið einkunnina 16, en minnst núll. Hæsta mögulega einkunnasumma sumars er því 48, en ekkert sumar tímabilsins 1923 til 2018 hefur skorað svo vel.

w-blogg030918a

Sumarið 2018 kemur laklega út, eins og vænta mátti, endaði með 12 stig, 12 stigum undir meðallags alls tímabilsins og í flokki slakra sumra, fær næstlægstu einkunn á öldinni. Framan af leit sérlega illa út, júní skilar núll stigum í summuna og júlí aðeins tveimur. Ágúst hins vegar tíu, 2 ofan langtímameðallagsins.  

Reykjavíkurritið er mjög tímabilaskipt. Sumur voru lengst af mjög góð eða sæmileg fram til 1960 eða svo, en þá tók við afskaplega dapur og langur tími sem stóð linnulítið í rúm 40 ár. Frá og með árinu 2004 fóru sumur að leggjast langt ofan meðallags og hefur svo gengið síðan - að mestu, aðalundantekningar eru 2013 og 2018. Þeir sem liggja í smáatriðum ritsins og muna samsvarandi línurit sem birt var í fyrra taka eftir því að einkunn sumra fyrri sumra hefur breyst. Aðferðin stokkar tölur nefnilega upp á hverju ári og raðar upp á nýtt.

En þetta er nú allt til gamans og telst vart til alvarlegra vísinda. Ritstjóri hungurdiska mun fljótlega kynna aðra sumareinkunn. 

w-blogg030918b 

Á Akureyri er gætir tímabilaskiptingar minna en syðra. Sumarið 2018 kemur ekki vel út í þessari einkunnagjöf á Akureyri, júní var eini mánuðurinn ofan meðallags í einkunn. Þar sem sumarúrkoma á Akureyri er venjulega ekki mjög mikil þarf lítið til að hnika henni milli einkunnarflokka - aðferðin þolir illa minniháttar ósamfellur í mælingum - eða lítilsháttar veðurfarsbreytingar. Lesendur eru beðnur um að hafa þetta í huga - hér er um leik að ræða. 


Bloggfærslur 3. september 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg220419a
 • ar_1903p
 • ar_1903t
 • w-blogg130419a
 • w-blogg100419c

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 18
 • Sl. sólarhring: 826
 • Sl. viku: 2535
 • Frá upphafi: 1774268

Annað

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 2202
 • Gestir í dag: 12
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband