Tuttugu septemberdagar

Meðalhiti fyrstu 20 daga septembermánaðar er 8,3 stig í Reykjavík, +0,4 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990, en -1,1 neðan meðaltals sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn er í 14.hlýjasta sæti (af 18) á þessari öld, en í 69.sæti á 143-ára listanum langa. Þar eru sömu dagar árið 1939 hlýjastir, meðalhiti 12,0 stig, en kaldastir voru þeir 1979, +5,3 stig.

Á Akureyri er meðalhiti það sem af er mánuði 8,2 stig, +1,3 ofan meðallags 1961-1990, en -1,1 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Hiti er undir meðallagi síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins, minnst er neikvæða vikið á Brúaröræfum, -0,4 stig, en mest við Siglufjarðarveg, -1,9 stig.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 29,2 mm og er það um þriðjung neðan meðallags. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 41,1 mm, vel ofan meðallags þar.

Sólskinsstundir hafa mælst 114,7 í Reykjavík það sem af er mánuði og hafa aðeins 10 sinnum mælst fleiri sömu daga í september. Rétt hugsanlegt er að sólskinsstundir mánaðarins í heild verði fleiri en í júní og júlí samanlagt. - En við látum vera að velta okkur upp úr slíkum möguleikum fyrr en kemur að mánaðamótum.


Bloggfærslur 21. september 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 232
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 1806
  • Frá upphafi: 2350433

Annað

  • Innlit í dag: 160
  • Innlit sl. viku: 1609
  • Gestir í dag: 155
  • IP-tölur í dag: 154

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband