Hiti ársins - til ţessa

Nokkrir hafa varpađ fram ţeirri spurningu hvort áriđ 2018 (til ţessa) teljist kalt eđa hlýtt. Ţađ er reyndar hvergi hćgt ađ tala um kulda sé miđađ viđ langtímameđaltöl, en hér á eftir skulum viđ láta okkur nćgja ađ líta aftur til aldamóta og sjá hvernig stađan er miđađ viđ tímann síđan.

Taflan sýnir stöđu međalhita á ţremur stöđvum á landinu, Reykjavík, Akureyri og á Dalatanga. Ţar má sjá hvert er hlýjasta áriđ og hita ţess (til miđs september), ţađ kaldasta, auk stöđunnar í ár, 2018.

röđármeđalh stöđ
120037,26 Reykjavík
1520185,67 Reykjavík
1820155,17 Reykjavík
     
120036,61 Akureyri
720185,59 Akureyri
1820024,37 Akureyri
     
120035,78 Dalatangi
420185,48 Dalatangi
1820014,20 Dalatangi

Međalhiti í Reykjavík stendur nú í 5,7 stigum og er í fjórđaneđsta sćti á öldinni, +0,5 stigum ofan hitans á sama tíma áriđ 2015, en langt ađ baki hitans á sama tíma áriđ 2003. Hitinn nú er samt ofan langtímameđaltals og er í kringum 40. sćti síđustu 100 árin. Kaldast á ţeim tíma var 1979 međalhiti fram til miđs september ađeins 3,2 stig. 

Á Akureyri er hiti ársins ţađ sem af er í 7. sćti á öldinni - í miđjum hóp sum sé og austur á Dalatanga í fjórđahlýjasta sćti - ekki langt neđan toppsćtis ţar. 

Ţetta ţýđir ađ áriđ hefur veriđ heldur svalt suđvestanlands miđađ viđ ţađ sem algengast hefur veriđ á ţessari öld, nćrri međallagi aldarinnar á Norđurlandi, en međal ţeirra hlýjustu austanlands.  

En árinu er ekki lokiđ ţrír og hálfur mánuđur eftir enn - rúmur fjórđungur. 


September hálfnađur

Ţá er september hálfnađur og rétt ađ líta á legu hans. Međalhiti í Reykjavík er 8,6 stig, +0,6 stigum ofan međallagsins 1961-1990, en -1,2 neđan međallags síđustu tíu ára og í 15. hlýjasta sćti á öldinni (af 18). Á 142-ára listanum er hann í 62.sćti. Á ţeim lista eru sömu dagar ársins 2010 efstir, međalhiti 12,2 stig (1939 síđan ómarktćkt lćgri). Kaldastir voru ţessir dagar áriđ 1992, međalhiti 5,6 stig.

Á Akureyri stendur međalhiti mánađarins ţađ af er í 9,0 stigum. +2,0 ofan međallags 1961-1990, en -0,7 neđan međallags síđustu tíu ára.

Hiti er neđan međallags síđustu tíu ára um land allt, minnst ţó á Brúarörćfum, ađeins -0,1 stigi neđan međallagsins, og -0,2 stigum neđan ţess í Sandbúđum. Kaldast ađ tiltölu hefur veriđ viđ Siglufjarđarveg, -1,8 stig neđan međallags síđustu tíu ára og -1,7 stig neđan ţess í Skaftafelli.

Úrkoma í Reykjavík hefur mćlst 21,7 mm, - nokkuđ undir međalagi, en 12,1 á Akureyri, líka neđan međallags.

Sólskinsstundir í Reykjavík eru nú orđnar 75,9, nokkuđ ofan međallags.


Bloggfćrslur 16. september 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 20
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 511
  • Frá upphafi: 2343273

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 463
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband