Tvær gamlar þumalfingursreglur

Nýlega rakst ritstjóri hungurdiska á tvær gamlar spáreglur sem kenna má við þumalfingur, Kannski reyndi hann einhvern tíma að nota þær - kannski ekki. Líklega ekki - bæði kemur staða þar sem þær eiga greinilega við ekki oft upp og auk þess eiga mælingar þær sem notaðar eru ekki alltaf við - enda upprunnar í Ameríku. En við skulum samt til gamans rifja þær upp.

1. Til að finna hæð (það er að segja botnhæð) bólstraskýja á góðviðrisdegi þegar uppstreymi er það mikið að ský myndast:

Finnið mismun á hita og daggarmarki og margfaldið með 125. Útkoman segir til um hæð bólstrabotnanna í metrum. 

Daginn sem þessi pistill er skrifaður (fimmtudagur 13. september) var hiti á hádegi í Reykjavík 9,6 stig, daggarmark 3,8 stig, mismunur 5,8 stig. Ágiskuð skýjahæð því 5,8x125 = 725 m - segjum 700 m. Klukkan 16 hafði munur á þurrum hita og daggarmarki minnkað (10,2 - 5,6 = 4,6) og reglan lækkað ágiskaða skýjahæð niður í 575 m - segjum 600 m. Ekki fráleit ágiskun sé horft á fjallahringinn. 

2. Til að áætla mestu skýjahulu dagsins (engin lágský á lofti að morgni takk fyrir) - til að geta giskað þarf að fylgjast náið með því hvenær fyrstu hnoðrarnir myndast.

Um leið og það gerist er litið á rakastigið. Deilt er í það með 6 og draga síðan 5 frá. Þá er komin ágiskun á hámarksskýjahulu dagsins (síðdegis eða að kvöldi) í áttunduhlutum. 

Ef við ímyndum okkur að veður hafði verið ágiskunarhæft í morgun kl.9 hefðum við tekið rakastigið - 83 prósent, deilt í það með 6 - fáum út 14 - drögum 5 frá - og útkoman er 8 = alskýjað. En klukkan 9 voru bólstrar þegar á lofti. - Klukkan 6 voru hins vegar engin lágský á lofti, rakastig þá var 90 prósent - og reglan segir þá að alskýjað verði síðdegis við slík skilyrði - ekki sem verst. - En það er kannski heppni. 

Nú notar enginn svona reglur - tölvuspár ráða öllu (og er það trúlega vel). 


Bloggfærslur 13. september 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 1767
  • Frá upphafi: 2348645

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1548
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband