Fyrstu tíu dagar septembermánađar

Ţađ fer eftir ţví viđ hvađ er miđađ. Sé horft til áranna 1961-90 eru fyrstu tíu dagar septembermánađar hlýir, međalhiti í Reykjavík er 9,2 stig, +1,1 ofan međallags. Sé horft til síđustu tíu ára eru ţeir frekar svalir, hitinn -1,0 stig neđan međallags. Á langtímavísu voru septembermánuđir áranna 1961-90 mjög kaldir, en fyrrihluti septembermánađa síđustu tíu ára aftur á móti hlýr. Hiti daganna tíu er í 14.sćti (af 18) á öldinni, en í 62.sćti á 142-ára listanum. Hlýjastir voru dagarnir tíu 2010, međalhiti ţá 13,8 stig, en kaldastir voru ţeir 1977, međalhiti 5,7 stig.

Međalhiti á Akureyri fyrstu tíu dagana segist vera 10,1 stig, ţremur stigum ofan 1961-90, en -0,2 neđan međallags síđustu tíu ára.

Á landinu hafa dagarnir tíu veriđ hlýjastir ađ tiltölu á Brúarörćfum, hiti +0,3 stig ofan međallags síđustu tíu ára. Kaldast ađ tiltölu hefur veriđ í Skaftafelli, -1,6 stig neđan međallags sömu ára.

Úrkoma í Reykjavík hefur mćlst 15,6 mm, í tćpu međallagi, en 7,6 á Akureyri, innan viđ helmingur međallags.

Sólskinsstundir hafa mćlst 47,1 í Reykjavík - ekki fjarri međallagi.

röđármán spásvćđi
1020189 Faxaflói
320189 Breiđafjörđur
420189 Vestfirđir
720189 Strandir og Norđurland vestra
520189 Norđurland eystra
520189 Austurland ađ Glettingi
720189 Austfirđir
1120189 Suđausturland
1120189 Suđurland
920189 Miđhálendiđ

Taflan sýnir hvernig hiti daganna tíu rađast međal almanaksbrćđra á öldinni. Kaldast ađ tiltölu er á Suđur- og Suđausturlandi - ţar er hitinn í 11. sćti af 18, en hlýjast ađ tiltölu er á stöđvum viđ Breiđafjörđ, ţar eru dagarnir tíu ţeir ţriđjuhlýjustu á öldinni. 


Bloggfćrslur 11. september 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg220419a
 • ar_1903p
 • ar_1903t
 • w-blogg130419a
 • w-blogg100419c

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 18
 • Sl. sólarhring: 826
 • Sl. viku: 2535
 • Frá upphafi: 1774268

Annađ

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 2202
 • Gestir í dag: 12
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband