Sumardagafjöldi í Reykjavík

Nú lítum viđ á sumardagafjölda í Reykjavík ţađ sem af er sumri. Vegna tölvuvandrćđa á Veđurstofu verđum viđ ađ láta ađra umfjöllun um uppgjör ágústmánađar og sumarsins bíđa ţar til eftir helgina. Skilgreiningu sumardags má finna eldri pistlum.

w-blogg010918a

Myndin sýnir sumardagafjölda hvers árs í Reykjavík frá 1949 til 2018. Ţađ verđur ađ taka fram ađ ađ međaltali eru tveir sumardagar í september - ţannig ađ formlega séđ er ţetta uppgjör ekki endanlegt. En satt best ađ segja er útkoman heldur hrakleg miđađ viđ ţađ sem algengast hefur veriđ á ţessari öld. Sumardagar teljast 12 til ţessa í sumar, enginn í júní, fjórir í júlí og átta í ágúst. Međaltal aldarinnar er 34 dagar á ári. Aftur á móti kemur í ljós ađ međalsumardagafjöldi á árunum 1961-1990 var ekki nema 13 - ţannig ađ miđađ viđ ţá tíma telst núlíđandi sumar í međallagi. 

Bćtist enginn dagur viđ í september (eđa október) er sumardagafjöldinn sá minnsti síđan 1995. 

Vestanáttin hefur veriđ međ stríđara móti í háloftunum í sumar. Viđ lítum á međaltöl hennar.

w-blogg010918b

Háloftaathuganir ná reyndar ekki nema aftur til 1949, en viđ látum endurgreiningar giska á stöđuna áratugina ţrjá ţar á undan. Kvörđum hefur veriđ snúiđ viđ - ţá sjáum viđ betur samrćmi viđ hina myndina. Súlurnar liggja ţví neđar á myndinni eftir ţví sem vestanáttin er meiri. Hún var mest sumariđ 1983 - ţá voru sumardagar líka fćstir í Reykjavík. Vestanáttin var sterk 1995 - ţá voru sumardagar í Reykjavík ađeins 5. Viđ sjáum líka ađ vestanáttin var líka fremur sterk bćđi sumariđ 2013 og í sumar, 2018, en samt ekki mjög langt ofan međallags 1961-1990. 

Vestanátt háloftanna hefur nefnilega veriđ alveg sérlega slök hér viđ land lengst af á ţessari öld. Ađ tengja „óvenjumikla“ vestanátt sumarsins í sumar veđurfarsbreytingum er ţví harla vafasamt - ef viđ sjáum yfirhöfuđ einhverja hneigđ í ţessu línuriti er ţađ helst í (sumar-)slaka vestanáttarinnar á undanförnum 15 árum. - En sjálfsagt er máliđ flóknara en ţađ. 

Mest austanáttarsumra er 1950 - skriđusumariđ mikla á Austurlandi. 

Sumardagar á Akureyri eru nú orđnir 38, 8 fćrri en ađ međaltali á öldinni til ţessa - en venjulega bćtast nokkrir viđ í september ţannig ađ enn er góđur möguleiki á ađ međaltali verđi náđ ţar. 


Bloggfćrslur 1. september 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • w-blogg131118a
 • rvk 1906-09-13pi
 • ar_1906p
 • ar_1906t
 • w-blogg091018c

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.11.): 409
 • Sl. sólarhring: 545
 • Sl. viku: 2280
 • Frá upphafi: 1709199

Annađ

 • Innlit í dag: 377
 • Innlit sl. viku: 2046
 • Gestir í dag: 355
 • IP-tölur í dag: 335

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband