Af sjávarhitavikum

Við lítum á kort sem sýnir sjávarhitavik á norðanverðu Atlantshafi um þessar mundir. Kortið er úr greiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg290818a

Blái bletturinn svonefndi er enn viðloðandi fyrir sunnan land - en ekki mjög veigamikill. Mestu vikin eru um -2 stig. Gríðarmikil jákvæð vik eru bæði fyrir norðan Ísland sem og suður og austur af Nýfundnalandi. Ritstjóri hungurdiska er ekki nægilega kunnugur á síðarnefndu slóðunum til að geta giskað á ástæður þeirra gríðarmiklu hlýinda sem þar ríkja. 

Rétt er að hafa í huga að lagskipting sjávar er á þessum tíma árs ekki mjög dæmigerð fyrir árið í heild. Sólin hefur baki brotnu hitað yfirborð hans í sumar - en vindur ekki enn blandað þeim varma niður í kaldari og miklu rúmmálsmeiri sjó sem undir leynist. Útbreiðsla hlýsjávar austur af Nýfundnalandi kann því að breytast á fáeinum vikum þegar öflugar haustlægðir komast á kreik. Svipað á reyndar við um hafsvæðin suður og vestur af Grænlandi. Við vitum ekki hvort kaldur sjór undanfarinna ára leynist þar enn undir yfirborði. 

Fyrir norðan Ísland og undan Norðaustur-Grænlandi ræðst ástand yfirborðsins þar að auki af ákafa aðstreymis ferskari kaldsjávar úr Norður-Íshafinu - hann getur lagst ofan á hlýrri og saltari sjó á fáeinum vikum - hvað sem vindblöndun líður. En ritstjórinn verður að játa að engar upplýsingar hefur hann á þessari stundu um lagskiptingu sjávar norðan Íslands - frekar en við Nýfundnaland. 

En þetta ætti allt að hafa afhjúpast þegar kemur fram í nóvember - jafnvel fyrr verði haustið vindasamt. 


Bloggfærslur 29. ágúst 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 404
  • Frá upphafi: 2343317

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 365
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband