Flís af hlýju lofti

Flís af hlýju lofti er nú á leið til landsins - en fer hratt hjá og ekki enn ljóst hversu mikið hennar gætir í mannheimum. Von er þó til þess.

w-blogg280718a

Við lítum hér á fremur sjaldséð veðurkort. Það gildir um hádegi á morgun, laugardag 28.júlí. Heildregnu, gráu línurnar eru sjávarmálsþrýstingur - rétt eins og á venjulegu veðurkorti. Dýpkandi lægð er við Bretland á leið til norðvesturs. Þykktin er sýnd með rauðum strikalínum. Þykktin mælir sem kunnugt er hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Það er 5600 metra jafnþykktarlínan sem er hér yfir Austurlandi á leið til vesturs. Meira en 5600 metrar er ekki algengt hér á landi - kemur ekki fyrir á hverju ári yfir landinu. 

Litafletir sýna svonefnt veltimætti. Ekki alveg einfalt hugtak en hefur þó verið getið áður á hungurdiskum - með tilraun til skýringa - sjá t.d. pistil 22.júní 2014. En við skulum bara segja hér að það sé einfaldur vísir á þrumuveður.

Það er furðualgengt að þrumuveður geri þegar hlýtt loft frá Evrópu ryðst til landsins með látum - um það má nefna mörg dæmi. Gerist það nú? Það er spurningin. Reyndar hefur henni þegar verið svarað að nokkru því nokkrar eldingar mældust nú fyrr í kvöld undan Suðausturlandi eins og kortið hér að neðan sýnir (af vef Veðurstofunnar).

w-blogg280718b

Ekki er þetta nú mikið - en samt. 

w-blogg280718c

Þetta kort sýnir stöðuna um hádegi á sunnudag. Þá er þykktin yfir mestöllu landinu meiri en 5600 metrar - en kaldara loft sækir þegar að aftur úr suðaustri. Allmikið veltimættishámark er yfir landinu suðvestanverðu - þetta hlýja loft er sum sé mjög óstöðugt (nái það að lyftast og raki þess að þéttast). 

Þessi hlýja flís er því girt á báða vegu af miklu veltimætti - spurning hvort það skilar þrumuveðri/þrumuveðrum - og úrhelli. 

Svo er spurning hvort hiti nær sér á strik. - Margs konar álitamál fyrir veðurnördin. 


Bloggfærslur 28. júlí 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 1767
  • Frá upphafi: 2348645

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1548
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband