Enn af maí

Eins og fram hefur komiđ var nýliđinn maímánuđur afbrigđilegur á ýmsa lund. Viđ uppgjör kom t.d. í ljós ađ háloftasunnanáttin var meiri en áđur er vitađ um. Ţađ sést vel á vikakorti evrópureiknimiđstöđvarinnar.

w-blogg030618a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en vik flatarhćđar frá međaltali áranna 1981 til 2010 er sýnt í litum. Bláir litir sýna neikvćđ vik, en rauđbrún jákvćđ. Ritstjóri hungurdiska minnist ţess varla ađ hafa séđ jafnmikil neikvćđ hćđarvik í maímánuđi eins og ţađ sem er hér yfir Suđur-Grćnlandi. Stćrđ jákvćđa viksins er ekki alveg jafn óvenjulegt - ţó stađsetning ţess sé ţađ sjálfsagt. Ţar sem neikvćđa vikiđ er beint vestan Íslands og ţađ jákvćđa beint austan viđ verđur óvenjulega öflug sunnanátt á milli, eins og áđur sagđi meiri en áđur er vitađ um. 

Lega stćrstu vikanna er örugglega algjör tilviljun - og hlutur vestan- og sunnanţátta vindsins í heildarstyrknum ţar međ líka. Vestanáttin er reyndar óvenjusterk líka, en ţó má finna dćmi í eldri athugunum um sterkari vestanvind heldur en nú. Tökum viđ áttirnar tvćr saman kemur í ljós ađ finna má fáein dćmi um ámóta styrk háloftavinda í maí, síđast í maí 1991 og 1992. Á fyrra áriđ var minnst í pistli gćrdagsins - dreifing hitavika um landiđ var ţá svipuđ og nú - en samt var ţá hlýrra. 

Endurgreiningar giska líka á ađ svipađ ástand og nú hafi veriđ í maí 1896 - mánuđi sem var líka sérlega úrkomusamur suđvestanlands - og mun hlýrri norđanlands heldur en sunnan. 

Viđ skulum líka líta á ţykktarvik maímánađar.

w-blogg030618b

Viđ sjáum ađ ţykktin hefur veriđ ekki fjarri međallagi viđ Ísland, undir međallagi vestanlands. Gríđarlega mikil jákvćđ vik „skýra“ hlýindin í Skandinavíu, en stór neikvćđ vik benda til kulda á Grćnlandi sunnanverđu. Ţó neikvćđu vikin viđ Grćnland virđist hrikaleg höfum viđ samt séđ ţađ svartara í maí. Setjum hér vikin í maí 1979 á nćstu mynd.

w-blogg030618c

Norđankuldinn er grimmur. 

Ţessi miklu vik í nýliđnum maí segja ţó lítiđ sem ekkert um framtíđina. Ekkert samband er á milli veđurlags í maí og júní. Einu mánuđir ársins em sýna marktćk tengsl sín á milli eru júlí og ágúst. Sé kalt eđa úrkomusamt í júlí eru ţónokkrar líkur á ađ ágúst verđi líka kaldur og úrkomusamur (engan veginn öruggt ţó) - sama á viđ um annars konar veđurlag. 

En lítum á samband maí- og sumarúrkomu í Reykjavik.

  ţurrt sumarmeđalvott sumaralls 
     alls 
ţurr maí 15131240 
međalmaí13151341 
votur maí 12131540 
 alls404140121 
       

Taflan sýnir hversu mikil sumarúrkoma fylgir úrkomumagni í maí í Reykjavík. Viđ höfum gögn 121 árs. Mánuđunum 121 höfum viđ skipt á ţrjá (ţvínćst) jafnstóra flokka, 40 ţurra, 40 vota og 41 međalmánuđ. Ţađ sama gerum viđ fyrir sumarúrkomuna (júní til ágúst). Hvert ár myndar par - sem viđ síđan setjum á sinn stađ í töflunni. Úr henni getum viđ lesiđ ađ votum maí hefur 15 sinnum fylgt vott sumar (38 prósent), en úrkoma hefur veriđ í međallagi eđa vel undir ţví í 62 prósent tilvika (12+13=25 sinnum). Allt saman býsna tilviljanakennt ađ sjá. 

Ritstjóri hungurdiska ţakkar ađ vanda Bolla fyrir međaltalskortin. 


Bloggfćrslur 3. júní 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • ar_1889p
 • ar_1889t
 • Samanburðarmynd
 • vik i myrdal 1910
 • vik i myrdal 1910

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.10.): 38
 • Sl. sólarhring: 254
 • Sl. viku: 1372
 • Frá upphafi: 1698447

Annađ

 • Innlit í dag: 32
 • Innlit sl. viku: 1157
 • Gestir í dag: 30
 • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband