Varð nokkuð óvenjulegt

Lægðin snarpa sem fór yfir landið í nótt og morgun (25.júní) skilaði af sér nokkrum mánaðarmetum á einstökum stöðvum - bæði vindhraða og loftþrýstings. Við horfum aðeins á stöðvar sem mælt hafa vind í 10 ár eða meir (upphaf mælinga í sviga): Ingólfshöfði (2004), Gagnheiði (1993), Möðrudalur (2003), Kárahnjúkar (1998), Eyjabakkar (1997), Flatey á Skjálfanda (2005), Hallormsstaðaháls (1996), Grímsey (2005), Raufarhöfn (2005), Rauðinúpur (1997), Fontur (1994), Brú á Jökuldal (1998), Fjarðarheiði (1995), Oddsskarð (1995), Kvísker (2002), Möðrudalsöræfi (2000), Hálsar (1995) og Breiðdalsheiði (1997).

Júnílágþrýstimet voru sett á Húsavík, í Grímsey, á Raufarhöfn, Rauðanúp og á Fonti. Sömuleiðis á mönnuðu stöðinni á Skjaldþingsstöðum (1994).

Enn er kalt um landið suðvestan- og vestanvert. Sé notuð þriðjungaskipting til að greina á milli kaldra og hlýrra mánaða (og þeirra sem teljast í meðallagi), spásvæði Veðurstofunnar - og viðmiðið öldin það sem af er, telst mánuðurinn hingað til kaldur á Suðurlandi (15 af 18), við Faxaflóa (15 af 18) og Breiðafjörð (15 af 18). Hitinn er í meðallagi á Vestfjörðum (12 af 18) og á Ströndum og Norðurlandi vestra (9 af 18), en hlýr á Norðurlandi eystra (6 af 18), Austurlandi (6 af 18), Miðhálendinu (6 af 18), Suðausturlandi (5 af 18) og Austfjörðum (4 af 18).

Viðbót: 

Svo virðast hafa verið sett fáein stöðvarsólarhringsúrkomumet fyrir júní. Það er á Augastöðum í Hálsasveit, Kvennabrekku í Dölum, Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi og Brúsastöðum í Vatnsdal. 


Bloggfærslur 25. júní 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 1582
  • Frá upphafi: 2350209

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1455
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband