Hlýtt norðaustanlands

Nú fór hiti í Ásbyrgi í 24,3 stig - þetta er (sýnist ritstjóra hungurdiska) að sé hæsti hiti þar á bæ í maímánuði - og jafnframt hæsti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð í maí (ekki hefur ritstjórinn þó enn gert smásmugulega leit). En nokkuð vantar enn upp á hæsta hita sem nokkru sinni hefur mælst í maí hér á landi. Það voru 25,6 stig sem sýndu sig á hámarksmælinum á Vopnafirði 26. dag mánaðarins 1992. Ég held að nimbus hafi nýlega tekið eitthvað saman um þá hitabylgju (gæti misminnt). 

Þann 28. árið áður fór hiti í 25,0 stig á Egilsstöðum, þann 22. árið 1980 fór hiti í 24,6 stig á Akureyri og í 24,4 stig á Hallormsstað þann 11.maí árið 1941 - eru þá tilvik daga hærri maíhita en nú talin (að því best er vitað).

Þar til pistill um fyrstu 20 stig að vori verður endurnýjaður geta menn rifjað upp þann gamla.


Bloggfærslur 29. maí 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 157
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 1473
  • Frá upphafi: 2349942

Annað

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 1337
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband