Fremur hæglát átök

Veður hefur nú haldist meinlítið nokkra hríð og líkur eru á að svo verði áfram. Þar með er ekki sagt að staðan sé alveg átakalaus því að landinu sækir loft úr ýmsum áttum. Austanloftið hefur lengst af haft undirtökin - en vestanloft árangurslítið reynt að sækja að - sunnan- og norðanloft hefur einnig komið við sögu, en ekki svo mjög. 

w-blogg070418a

Kortið sýnir stöðuna eins og evrópureiknimiðstöðin segir hana verða síðdegis á mánudag (9. apríl). Greinileg skil eru á milli vestan- og austanlofts á Grænlandshafi - sóknin að vestan hefur runnið út í sandinn og loftið sveigt til suðurs í átt til Portúgal. Austanloftið hefur haldið völdum - ekki er það samt sérlega hlýtt enda lítið farið að hlýna í Evrópu enn sem komið er.

Mjög öflug lægð er á kortinu nærri Nýfundnalandi. Sunnan við hana sækir mjög kalt vestanloft enn á - næsta tilraun þess til að ná undirtökum hér á landi. Hvernig sú sókn gengur kemur í ljós á miðvikudag/fimmtudag sé að marka reikninga. Sér til aðstoðar hefur vestanloftið fengið sunnanátt austan lægðarinnar - hún á að reyna að stugga við austanloftinu með stungusókn. 

Hádegisspáruna evrópureiknimiðstöðvarinnar gerir ráð fyrir því að vestanloftið hafi það hingað til lands fyrir vikulok - en verði þá algjörlega magnþrota og auðveld bráð næstu austansóknar. 


Bloggfærslur 7. apríl 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1493
  • Frá upphafi: 2348738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband