Afbrigðilegur marsmánuður í háloftunum

Marsmánuður var mjög afbrigðilegur í háloftunum yfir Norður-Atlantshafi. Það má vel sjá á kortinu hér að neðan.

w-blogg050418a

Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins og við sjáum að vestanáttin sem venjulega er ríkjandi yfir Íslandi á þessum tíma árs hefur alveg „brugðist“ - jafnhæðarlínur nær engar í námunda við landið og vindátt mjög óráðin. Ísland er þó ekki nærri stærstu vikunum - en mitt á milli þeirra. Hitavik voru því ekki mjög stór hér á landi. 

Litirnir sýna hæðarvikin. Þau voru mjög neikvæð suðvestur af Bretlandseyjum, en jákvæð yfir Grænlandi og þá sérstaklega vestan þess. Af legu vikanna má ráða að mikið hefur þurft til að drepa vestanáttina alveg niður - en það gerðist. 

Staða þar sem jafnhæðarlínur eru svona gisnar er ekki algeng að vetrarlagi hér við land. Einföld leit ritstjóra hungurdiska finnur þó nýlegt dæmi í desember 2012 - þar sem mánaðarstaðan var lík þessari - tíð var þá lengst af mjög hagstæð, en þá spilltu síðustu dagarnir fyrir er illviðri lögðust að. 

Ritstjórinn þakkar Bolla fyrir kortagerð. 


Bloggfærslur 5. apríl 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 1322
  • Frá upphafi: 2349791

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1208
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband