Rangt eða rétt?

Í spálíkönum má oft sjá nokkuð einkennilega hluti. Nú lítum við á úrkomuspá harmonie-iga líkansins frá því núna á miðnætti (aðfaranótt miðvikudags).

w-blogg040418a

Hér má sjá uppsafnaða úrkomu (litakvarði) sem líkanið segir að eigi að falla næstu 42 stundir (til kl. 18 síðdegis á fimmtudag). Vestast á Grænlandssundi er pínulítill blettur þar sem úrkoma þessa tíma á samtals að verða 141 mm. Sé spárunan gaumgæfð nánar kemur í ljós að 10 til 15 mm (10 til 15 cm af snjó) eiga að falla klukkustund eftir klukkustund - nánast alveg á sama blettinum. - Alveg kyrrstæð sturta úti á reginhafi - engin fjöll nærri til að kreista loftið eða halda sturtuhausnum kyrrum. 

Jú, þetta gæti svosem orðið - en erfitt mun að staðfesta það - kannski dettur þetta út strax í næstu spárunu. En ekki væri þægilegt fyrir veðurspámenn að fá svona nokkuð upp á borðið inni á landi, yfir byggðum bólum - og svara strax því hvort draga eigi upp einhver gul flögg. 

Við sjáum líka að á þessum sama tíma eiga 68 mm að falla í Smjörfjöllum sunnan Vopnafjarðar - en það þykir okkur bara eðlilegt í álandsvindi og uppstreymi sem fjöllin sjá um að halda við og kyrrsetja. 


Bloggfærslur 4. apríl 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 73
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1697
  • Frá upphafi: 2349657

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1538
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband